Viðskiptakort Hagkaups

Viðskiptakort Hagkaups er greiðslukort sem ætlað er fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við Hagkaup og/eða Stórkaup. Kortið leysir hefðbundin reikningsviðskipti af hólmi og er beiðnakerfi því í leiðinni afnumið sem kemur til með að verða bæði Hagkaupi og viðskiptavinum til bóta.

Viðskiptakortið er gefið út í samvinnu við Borgun hf. en útgáfa, innheimta og heimildagjöf mun vera í þeirra höndum og er símaver þeirra opið alla virka daga frá 9-22 í síma 560 1600, en afgreiðslan í Ármúla 30 frá 9-16 alla virka daga.

Með Viðskiptakorti Hagkaups verður hægt að velja um tvær tegundir korta, þ.e. kreditkort og fyrirframgreitt kort. Í boði er val milli þess hvort kortið sé handahafakort eða skráð á einstaka starfsmenn. Handhafakortið er án nafns og myndar en er hins vegar skráð á ákveðna deild innan fyrirtækis og skráðan ábyrgðarmann/tengilið. Kort skráð á einstaka starfsmenn er með nafni og mynd þess sem mun nota kortið, en slíkt eykur töluvert öryggi og kostnaðarvitund starfsmanna.
Með notkun Viðskiptakorts Hagkaups býðst fyrirtækjum einnig að fá aðgang að færslusíðu Borgunar, þar sem yfirlit er yfir allar færslur á kortum og með einfaldri aðgerð er hægt að færa allar færslur rafrænt yfir í bókhald (nýtist helst hjá stærri fyrirtækjum).

Val er á milli tveggja úttektartímabila:

  • greiðsludag 2. hvers mánaðar og úttektartímabil 18.-17. hvers mánaðar
  • greiðsludag 17. hvers mánaðar og úttektartímabil 1.-31. hvers mánaðar

 Nánari upplýsingar má finna hér:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica