31. Ágúst 2023

Augnkremin frá Shiseido

Dagana 31. ágúst til 6. september  er Shiseido kynningarvika í verslunum Hagkaups og hér á Hagkaup.is. Þá er 20% afsláttur + Tax free* af öllum vörum frá Shiseido en þar að auki fylgir veglegur kaupauki með ef verslaðar eru vörur frá vörumerkinu fyrir 12.900 kr.eða meira. Í tilefni þess langar okkur að segja ykkur aðeins betur frá nokkrum frábærum húðvörum frá Shiseido.

Benefiance Wrinkle Smoothing Eye Cream

Hér höfum við sérhæfða meðferð fyrir augnsvæðið sem hjálpar til við að draga úr ásýnd fínna lína og hrukka, jafnvel þeirra sem koma fram vegna streitu. Formúlan er mjúk og flauelskennd og gefur augnsvæðinu djúpann raka og bætir fínar línur sem þurrkur veldur. Vinnur að því að gefa húðinni sléttara útlit augnsvæðis. Þetta augnkrem hentar sérstaklega þeim sem vilja djúpann raka og vilja sjá árangur fljótt. Það er tilvalið að para þetta frábæra augnkrem með Shiseido Benefiance Wrinkle Smoothing Day Cream en það er dagkrem sem inniheldur SPF 25 og vinnur á fínum línum og veitir húðinni raka og ljóma. Algjör súper tvenna fyrir þau sem vantar raka í húðina.

Vital Perfection Uplifting and Firming Eye Cream

Þetta augnkrem er virkt krem sem vinnur á fínum línum, augnpokum, þrota og baugum. Augnkremið vinnur að því að birta og slétta augnsvæðið og gefa húðinni lyftingu. Dagkremið sem er tilvalið að para með þessu frábæra létta augnkremi er Vital Perfection Uplifting and Firming Day Cream. Um er að ræða dagkrem með sólarvörn SPF 30 sem vinnur að því að þétta, slétta, jafna og birta húðina. Virkt og gott dagkrem sem hentar til dæmis fullkomlega undir farða.

Ultimune Eye Power Infusing Eye Concentrate

Augnkrem sem vinnur gegn skemmdum og fyrstu ummerkjum öldrunar í kringum augnsvæðið. Kremið veitir augnsvæðinu líflegt og ljómandi útlit, virkir varnir húðarinnar og styrkir þannig augnsvæðið gegn skemmdum og ummerkjum öldrunar. Formúlan birtir augnsvæðið og vinnur gegn dökkum baugum. Það er kjörið að para þetta augnkrem með Ultimune 3.0 Power Infusing Concentrate en sú frábæra húðvara styrkir og verndar húðina gegn mengun og öldrun. Formúlan inniheldur öfluga blöndu af andoxunarefnum og gengur hratt inn í húðina. Ultimune 3.0 Power Infusing Concentrate gefur húðinni ljóma, styrkir hana, þéttir og verndar. Varan hentar öllum aldri og er notuð sem serum eða á undan serumi til þess að auka virkni húðrútínunnar.

Ef þú ert í leit að augnkremi þá er svo sannarlega tilvalið að kíkja við hjá okkur og skoða Shiseido þessa kynningadagana þar sem öll kremin eru á 20% afslætti + tax free*. Tilboðin gilda bæði í verslunum okkar og hér á hagkaup.is en það má skoða allar vörur frá Shiseido með því að smella hér.

 

*Tax free jafngildi 19,36% afslætti.