26. Janúar 2026

Veisluréttir með auka opnunardaga í kringum fermingar

Veislubakkarnir okkar eru vinsæll valkostur hjá þeim sem vilja bjóða upp á fallegt og ljúffengt veisluborð án nokkurrar fyrirhafnar. Þeir eru samsettir af völdum smábitum sem henta fullkomlega beint á veisluborðið.

Við munum bjóða upp á auka opnunardaga í Veisluréttum í kringum fermingarnar eftirfarandi daga:
Sunnudaginn 22. mars, Pálmasunnudag 29. mars, Skírdag 2. apríl, sunnudaginn 12. apríl, sunnudaginn 19. apríl, sunnudaginn 26. apríl, Sumardaginn fyrsta 23. apríl og Hvítasunnudag 24. maí.

Þessa daga verður einungis hægt að sækja pantanir í Smáralind á milli kl. 12:00-17:00, en við munum ekki bjóða upp á heimsendingar þessa daga.

Á Hvítasunnudag 24. maí er lokað í Smáralind, en hægt verður að sækja pantanir hjá Lemon í Hagkaup Smáralind á milli kl. 11:00-15:00. Gengið er inn í Smáralind á neðstu hæð að framan verðu þar sem gengið er inn í Hagkaup í Smáralind. Hægt er að hringja í síma 530-1081 ef eitthvað kemur upp á.

Við hvetjum fólk til að panta Veislurétti tímanlega, því þeir seljast upp þessa daga.

Smelltu hér til að panta Veislurétti.