29. Janúar 2024
Bakvið vörumerkið ANNA MARTA
Bakvið vörumerkið ANNA MARTA standa tvíburasysturnar Anna Marta og Lovísa.
Tvíburasysturnar framleiða ferskar, hollar og náttúrulegar matvörur úr hágæða hráefni án allra aukaefna. Systurnar leggja áherslu á að vörurnar séu bæði ljúffengar og aðlaðandi og færi fólki vellíðan og jákvæða upplifun. Allar vörurnar eru handgerðar og unnar í fageldhúsi undir ströngum gæðaeftirlitsstöðlum.
Tvíburasysturnar er mjög samstíga í lífinu. Eiga sameiginleg áhugamál og létu þann draum rætast að vinna saman að eigin framleiðslu árið 2022.
Fyrirtækið þeirra býður upp á vörur sem eru bragðmiklar, glútenlausar og án viðbætts sykurs. Pestó í nokkrum útfærslum ásamt dásamlegu döðlumauki. Systurnar settu á markað handgerða súkkulaði hringi undir nafninu Hringur í okt 2022 sem hefur heldur betur slegið í gegn. Nú hafa þær bætt við nýjum Hring í sætbita úrvalið sitt.
Nýji Hnetuhringurinn er alger gleðibomba, hann inniheldur dásamlegt hráefni eins og döðlur, hnetusmjör, kókos og jarðhnetur. Ofan á hringinn fer svo ljúffengt súkkulaði sem er mýkt með kókosolíu.
Hnetuhringur er ljúfur og góður sætbiti sem hentar frábærlega á veisluborðið og sem eftirréttur. Hann passar fullkomlega með ís, rjóma, ferskum bláberjum og jarðaberjum. Hnetuhringur er kælivara/frystivara.
Systurnar verða með matreiðslunámskeið í Hagkaup Smáralind fimmtudaginn 1. febrúar kl. 18:30. Skráning fer fram hér, en það er takmarkað sætapláss á námskeiðið.