13. Desember 2022

Förðun í jólapakkann

Fyrir fólk sem hefur gaman af förðun eru förðunarvörur tilvalin jólagjöf. Ég persónulega elska bæði að gefa og fá förðunarvörur í jólagjafir enda er það eitt mitt helsta áhugamál. Förðunarvörur eru til í svo ótrúlega mörgum og mismunandi útgáfum og það ættu öll að geta fundið eitthvað við hæfi. Það er líka svo skemmtilegt að fyrir jólin koma snyrtivöruframleiðendur með fallega og vel samsetta gjafakassa með hinum ýmsu förðunarvörum.

browgame, augabrúnagel, mótaðar augabrúnir, gjafasett, jólagjöf, spegill með ljósi, spegill með stækkun

Browgame Cosmetics Value Kit
Frábært gjafasett með umtalaða augabrúnavaxinu frá Browgame, Instant Brow lift wax og spegli með ljósi! Ég dýrka þetta augabrúnavax, það er algjör snilld í sápubrúnir og líka bara til þess að halda augabrúnunum á sínum stað. Spegillinn er mjög hentug stærð til að hafa með sér á ferðinni eða í ferðalögum. Ég yrði himinlifandi ef þessi tvenna myndi leynast í pakka undir trénu hjá mér um jólin.

smashbox, farðagrunnur, rakasprey, förðun, gjafasett, jólagjöf

Smashbox After-Party Starter Primer Duo

Vinsæli farðagrunnurinn frá Smashbox, The original Photo Finish primer í pakka með æðislegu rakaspreyi, Photo Finish Revitalize. Farðagrunnurinn sléttir yfirborð húðarinnar og dregur úr ásýnd svitahola og undirbýr þannig húðina fyrir farðann og hjálpar húðinni að halda í farðann allann daginn. Rakaspreyið er fjölnota sprey sem hægt er að nota til að undirbúa húðina, yfir förðun til að setja hana eða bara til þess að fríska uppá húðina og gefa henni raka yfir daginn. Mjög falleg askja sem myndi sóma sér vel í jólapakka.

maskari, augnblýantur, augnförðun, YSL, gjafasett, jólagjöf, snyrtivörur, förðun

YSL Lash Clash Mascara Holiday Set
Maskarinn sem breytir maskaraleiknum! Mér líður eins og ég sé með gerviaugnhár þegar ég horfi í spegil þegar ég set á mig Lash Clash! Gjafaaskjan inniheldur maskarann, Crush liner augnblýant og Top Secrets farðahreinsi (8ml). Frábær askja til þess að toppa augnförðunina og ná henni auðveldlega af! Ég elska þegar svona sett innihalda farðahreinsi því það er svo mikilvægt að muna að taka förðunina af í lok dags.

burstasett, Real Techniques. augnskuggaburstar, gjafasett, jólagjöf

Real Techniques Eye Shine Set
Guðdómlega fallegt burstasett fyrir augnförðunina. Settið inniheldur fjóra bursta sem allir hjálpa þér að fullkomna förðunina. Það skemmir ekkert fyrir hvað settið er bleikt og fallegt! Burstarnir fjórir eru mismunandi gerðir augnskuggabursta og það sem ég elska við Real Techniques er að aftaná settinu er útskýring á hverjum bursta og hvernig er gott að nota hann. Þetta sett er tilvalið í pakka fyrir förðunarsnillinga á öllum aldri sem og þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í að prófa sig áfram með förðunarvörur.

Þessi sett hjálpa vonandi einhverjum í jólagjafahasarnum fyrir þessi jól. Það er ennþá hellingur til af fallegum gjafasettum hjá okkur en þau má skoða hér.

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup