29. September 2022

Hvernig hljómar dekur á sunnudegi?

Nú þegar haustið bankar uppá er fátt betra og ég leyfi mér að segja nauðsynlegra en góður ‘self-care sunday’ eins og þeir segja upp á enskuna! Að gefa sér tíma og rými til þess að eiga huggulega stund með sjálfu sér, eða góðum vinum með góðri og extra langri húðumhirðu er algjört æði! Ég finn það sjálf að húðin verður extra viðkvæm og pirruð þegar hitabreytingarnar skella á hjartað sem elskar ekki haustlægðirnar, svo þá er um að gera að finna sér stund í kósýkvöld, eða klukkutíma!

Það er allra mikilvægast að byrja slíka kósý stund á því að hreinsa húðina vel. Ég mæli alltaf með tvöfaldri húðhreinsun en það felur í sér að hreinsa húðina tvisvar sinnum til þess að losa hana örugglega við öll óhreinindi áður en við böðum hana í raka og næringu. Fyrra skref í tvöfaldri húðhreinsun er að hreinsa óhreinindi og farða af yfirborði húðarinnar. Í þessu skrefi getur verið einfaldast að grípa í micellar water eða einskonar hreinsivatn. Það er hægt að fá slíka vöru frá óteljandi merkjum og í óteljandi gerðum en til þess að gefa ykkur dæmi er Energy Micellar Water Vitamin C frá Nivea til dæmis tilvalið í verkið.

 

Margir myndu láta hér við sitja og telja að húðin væri orðin hrein, en ég vil ítreka að það er afskaplega mikilvægt að hreinsa betur húðina sjálfa eftir að við höfum hreinsað óhreinindi af yfirborði hennar. Í þessu seinna skrefi er gott að grípa í gel eða froðu hreinsi sem gefur dýpri hreinsun en micellar vatnið. Fresh’n up Gel Cleanser frá Bondi Sands er dæmi um hreinsi sem er mildur en hreinsar húðina vel án þess að hreinsa hana af öllum þeim náttúrulegu og nauðsynlegu olíum sem í húðinni eru.

Til þess að gefa húðinni góðan grunn fyrir komandi dekur enda ég tvöfalda húðhreinsun á því að setja smá andlitsvatn yfir andlitið, en andlitsvatn (e. toner) getur hjálpað til við að róa húðina og gera hana klára til þess að móttaka alla næringuna og rakann sem við ætlum að gefa henni. Dæmi um þægilegt og gott andlitsvatn er Clear+Soothe Toning Mist frá Neutrogena en það inniheldur meðal annars túrmerik sem hjálpar til við að draga úr bólgum og róa húðina eftir hreinsun.

Þá er loksins kominn tími á dekrið! Byrjum á augnmaska. Ég elska fátt í svona dekurdegi meira en góða og kælandi augnmaska. Það er algjör leikbreytir að geyma slíka maska í kæli til þess að gefa augnsvæðinu extra mikla kælandi upplifun. Nip+Fab komu nýlega með nýja gelmaska á markað sem eru æðislegir. Hyaluronic Fix Jelly Eye Patches draga úr bólgum og vinna gegn ásýnd fínna lína ásamt því að gefa kælandi áferð.

 

Á meðan augnmaskinn vinnur á þreyttum augum eftir kalda vinnuvikuna þarf restin af andlitinu að fá ást líka! Þá er um að gera að smella nærandi rakamaska á húðina. Það er auðvitað til ógrinni af rakamöskum, bæði einnota sheet-maska og svo rakamaska í krem formi. Hér er til dæmis The Recovery One frá Hello Sunday tilvalinn. Það er maski sem gefur húðinni góðan raka, dregur úr ásýnd fínna lína og inniheldur D-vítamín sem hjálpar til við að birta upp húðina.

Þá er komið að því að henda fótunum uppí loft, horfa á góðan þátt og slaka á meðan maskarnir vinna á húðinni í allavega 15-20 mínútur áður en húðin er skoluð með volgu vatni. Ég vona innilega að þið gefið ykkur tíma og rými í smá sjálfsást og húð dekur í haust, því ég veit við eigum það öll skilið!