26. Apríl 2024

Frábærar Danskar snyrtivörur

Nú standa yfir Danskir dagar í verslunum okkar og að þessu sinni ákváðum við að gefa dönsku snyrtivörumerkjunum sem við seljum meira pláss á þessum skemmtilegu þemadögum. Að þessu tilefni langar okkur að segja ykkur aðeins betur frá þremur dönskum merkjum sem eru í sölu hjá okkur og gefa ykkur þannig tækifæri til þess að kynnast þeim örlítið betur.

Bodyologist
Bodyologist er húðvörumerki sem sérhæfir sig í vörum fyrir líkamann en allar vörur frá merkinu eru á 25% afslætti til 28. apríl. Það eru þær Charlotte og Didde sem standa að baki Bodyologist en samanlagt eru þær með meira en 35 ára reynslu af snyrtivörubransanum. Þær ákváðu að sameina krafta sína og þekkingu með þessu nýja vörumerki og eru með það markmið að breyta húðinni fyrst með innihaldsefnum sem færa líkamanum mikla næringu, innihaldsefni og virkni sem er þekkt í andlits húðvörum. Tilgangurinn er að hjálpa okkur að betrumbæta líkams húðumhirðuna með tilbúnum og frábærum húðvörum.

Sem dæmi um vörur frá merkinu má nefna Night Glove Regenerating Body Cream en það er líkamskrem sem vinnur að því að gera húðina mjúka og stútfulla af raka. Þetta krem inniheldur meðal annars hýalúrón sýru, A-vítamín (retínól), Squalane, AHA sýrur og E-vítamín. Allar vörurnar má skoða með því að smella hér.

Derma
Þetta vörumerki er eitt af nýjustu vörumerkjunum í sölu hjá okkur í Hagkaup en Derma var stofnað í Danmörku árið 2006 og einbeitir sér að því að framleiða hreinar vörur fyrir andlit, hár og líkama. Vörurnar eru framleiddar úr innihaldsefnum sem eru nærandi og vernda húðina. Sólarvarnirnar frá Derma hafa verið einstaklega vinsælar í Danmörku síðustu ár og við erum því einstaklega glöð að geta boðið Íslendingum uppá þessar gæða sólarvarnir. Derma framleiða sólarvarnir sem henta allri fjölskyldunni en þar að auki eru þau með frábærar húðvörur í Eco línunni en þar má meðal annars nefna Eco Body Oil sem er nærandi olía fyrir líkamann sem mýkir húðina og viðheldur náttúrulegum teygjanleika hennar. Olían inniheldur lífrænar jojoba, möndlu og apríkósu kjarna olíur og E-vítamín. Olían er lífrænt vottuð af Ecocert COSMOS, ofnæmisvottuð og með meðmæli frá Allergy Nordic. Þessi olía er bæði ilm og litarefnalaus. Allar vörur frá Derma eru á 20% afslætti til 28. apríl og þær má skoða hér.

GOSH Copenhagen
Snyrtivörumerkið GOSH er danskt fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað 1945 af Einari Tjellesen en í dag starfar þar Bo, sonur Einars, og tvö af börnum hans. Gosh eru með höfuðstöðvar og framleiðslu í Kaupmannahöfn en þar framleiða þau meirihluta af vörunum sínum, en allar vörurnar eru framleiddar innan Evrópu. Gosh framleiða frábærar förðunarvörur sem hafa verið í sölu í Hagkaup í þó nokkur ár, en núna á Dönskum dögum bættust við spennandi húðvörur fyrir andlit í úrvalið. Vinsældir Gosh hafa aukist töluvert á síðustu árum en varan þeirra Brow Lift augabrúnagelið vakti mikla lukku og fékk mikið pláss á samfélagsmiðlum þegar það kom út. Um er að ræða gel sem veitir hald og fyllingu fyrir augabrúnir. Gelið kemur með greiðu, ásetjara og bursta sem hjálpa til við að ná fram því sem við viljum úr augabrúnunum okkar. Aðrar vörur sem hafa náð miklum vinsældum eru til dæmis Shape Up sem er fljótandi skyggingavara sem er notuð til þess að móta andlitið og gefa því hlýju. Allar vörur frá Gosh eru á 20% afslætti til 28. apríl en vörurnar má skoða hér.

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup