Takk fyrir þolinmæðina

Á Taxfree getur verið seinkun á pöntunum vegna álags í vefverslun

15. Maí 2025

Ætlum okkur að vera leiðandi í snyrtivörum á Íslandi – Ný snyrtivörudeild opnar í Hagkaup Garðabæ í dag

Hagkaup heldur áfram að styrkja stöðu sína á snyrtivörumarkaði með opnun nýrrar og glæsilegrar snyrtivörudeildar í Hagkaup Garðabæ. Deildin opnar formlega í dag, fimmtudaginn 15. maí með opnunarpartý kl. 15:30 og er þetta enn einn liðurinn í stefnu Hagkaups um að bjóða viðskiptavinum upp á einstaka verslunarupplifun.

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups segir opnunina mikilvægt skref í áframhaldandi þróun fyrirtækisins. „Þetta er hluti af vegferð sem hófst árið 2016 með endurgerð snyrtivörudeilda í Smáralind og Kringlu. Í kjölfarið fylgdu aðrar verslanir á eftir, þar á meðal Skeifan, Akureyri og Spöng. Nú erum við að leggja síðasta púslið í hringinn og við erum ótrúlega stolt af útkomunni. Við trúum því að viðskiptavinir okkar deili þessari ánægju með okkur,“ segir Sigurður.

Að sögn Sigurðar hefur snyrtivörusala Hagkaups aukist gífurlega á undanförnum árum og endurspeglar það bæði vaxandi áhuga íslenskra neytenda á snyrtivörum sem og þá miklu vinnu sem Hagkaup hefur lagt í að þróa vöruframboð og upplifun viðskiptavina. „Við kappkostum við að mæta kröfum og óskum okkar viðskiptavina og viljum bjóða þeim ekki bara vörur heldur heildræna upplifun. Nýja deildin í Garðabæ er hönnuð með það að leiðarljósi að viðskiptavinir okkar upplifi eitthvað nýtt og spennandi í hverri heimsókn,“ bætir hann við.

Sigurður segir að markmið Hagkaups sé skýrt, að vera leiðandi í snyrtivörum á Íslandi. „Við ætlum að halda áfram að bæta þjónustu og upplifun í verslunum okkar. Opnunin í Garðabæ er sannarlega mikilvægt skref í þeirri vegferð sem við erum á.“

Ný snyrtivörudeild hagkaup snyrtivörur taxfree