Vinsamlegast ath!

Veisluréttir eru uppseldir helgina 24.–25. maí

12. Apríl 2024

Einföld ráð fyrir fallega liði í hárið

Það er alltaf hægt að finna tilefni til þess að vera með fallega liðað hár og sérstaklega þegar hármótunartæki eru á tax free* afslætti. Dagana 11.-15. apríl eru krullujárn, hárblásarar og önnur hármótunartæki á tax free* og því fannst okkur tilvalið að deila með ykkur 3 vörum og aðferð til þess að fá fallega liði í hárið.

Til þess að byrja með þarf hárið að vera blautt, það er ágætt að þvo það daginn áður og bleyta það bara því sumt hár getur tekið verr við krullum ef það hefur nýlega verið þvegið eða sett í það hárnæring. Áður en hárið er blásið er algjört lykilatriði að setja vel af hitavörn í hárið. Some like it hot frá Bed Head er til dæmis hitavörn sem hentar fyrir allar tegundir af hári og verndar hárið fyrir allt að 230 gráðu hita.

Næsta skref er góð leið til þess að fá aukna fyllingu í hárið ásamt því að fá aðeins stamari áferð á hárið svo það haldi betur krullum. En á þessu stigi setjum við froðu í handklæða þurrt hárið. Plump for Joy froðan frá Not Your Mothers er frábær froða sem gefur góða fyllingu, gljáa og miðlungs hald. Það skemmir ekki fyrir að þessi froða er líka með hitavörn og ilmar dásamlega.

Þegar froðan er komin í hárið er kominn tími til að blása það þurrt. Speed Pro 2000 hárblásarinn frá BaByliss er tilvalinn í verkefnið en um er að ræða öflugan 2000w hárblásara sem þurrkar hárið snöggt og vel. Þegar hárið er orðið þurrt ætti það að vera með góðri fyllingu frá froðunni og fallegan glans af hitavörninni og þá er kominn tími til þess að krulla.

Til þess að einfalda krulluskrefið til muna smellum við hárinu í hátt tagl og notum til þess mjúka hárteygju og pössum að setja hana bara 2-3 hringi í kringum hárið svo hún sé örlítið laus og þrengi ekki mikið að hárinu. Svo notum við Sublim‘Touch 32mm krullujárn frá Babyliss og krullum allt hárið en það er titanium húðað keramik krullujárn sem gefur fallega liði í hárið. Það er mikilvægt að taka ekki of stóra lokka til þess að fá meiri hreyfingu í hárið og passa að halda járninu í hverjum lokk í 15-20 sek.

Þegar allir lokkar hafa verið krullaðir er gott að spreyja þá með smá hárspreyi, en passa að spreyja bara lokkana en ekki rótina sem vísar upp í taglið. Hod.ME Three Ways hárspreyið frá Design.ME er tilvalið í krulluverkefni því það gefur gott hald en er auðvelt að greiða í gegnum, er sveigjanlegt og endist vel.

Það getur verið gott að gefa hárinu 1-2 mínútur til þess að kólna áður en hárteygjan er tekin varlega úr. Hárinu skipt eins og við veljum að hafa það og greitt varlega í gegn með grófri greiðu eða fingrunum, passa að gera það varlega. Pink stóra sturtugreiðan frá Lee Stafford er gott dæmi um grófa greiðu sem hentar í þetta.

Þegar búið er að greiða hárið til, allir lokkar komnir á sína staði er hægt að taka krullujárnið og laga það sem þarf, ef við erum með topp er mjög líklegt að hann hafi ekki krullast nægilega vel í taglinu og þá er gott að krulla hann og blanda honum svo við restina af hárinu. Með þessari aðferð ættuð þið að ná fallegum liðum í hárið en myndband með kennslunni er að finna á samfélagsmiðlunum okkar Hagkaup Snyrtivara, bæði á Facebook og instagram.

Öll hármótunartæki má finna hér og hármótunarvörur hér.

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir