29. Mars 2023

Einstakir réttir frá Eldum Rétt í Hagkaup

Eldum rétt  hefur sérhæft sig í að útbúa matarpakka sem innihalda 2-5 kvöldmáltíðir sem viðskiptavinir fá senda heim að dyrum og nú verður hægt að fara í næstu Hagkaups búð og kaupa einstaka rétti frá Eldum rétt.

„Við erum gríðarlega spennt að fá þessa nýju viðbót í vöruúrval Hagkaups, fólk er sífellt að leita leiða til að einfalda eldunina heima hjá sér. Eldum rétt hefur slegið í gegn á síðustu árum og nú kemur þessi spennandi nýjung þar sem þú getur gripið einn af vinsælustu réttum þeirra með þér í næstu Hagkaupsferð.  Ekkert að panta, bara að mæta.  Ég held að þetta eigi eftir að slá í gegn hjá okkar viðskiptavinum” segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups.

„Við höfum fengið margar fyrirspurnir í gegnum tíðina hvort þetta þægilega fyrirkomulag verði ekki aðgengilegt í matvöruverslunum og nú er loksins komið að því. Við munum bjóða viðskiptavinum allra Hagkaupsverslana upp á Einstaka rétti Eldum rétt. Í boði verða nokkrir af vinsælustu réttum okkar frá upphafi. Úrvalið verður fjölbreytt og ferskleikinn í fyrirrúmi þar sem vikulega mun úrvalið breytast“

Í kassanum er að finna hráefni í réttum skömmtum til að töfra fram ljúffenga máltíð. Með þessu fyrirkomulagi er hægt að töfra fram dýrindis máltíð á stuttum tíma úr ferskum og góðum hráefnum. Svo er auðvitað stóri þátturinn í þessu að öll hráefnin koma í réttum skömmtum svo ekkert fer til spillis. Eldum rétt hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og viðskiptavinum Eldum rétt fjölgar stöðugt ár frá ári.

„Við teljum að vinsældirnar séu fólgnar í því að hjá Eldum rétt má finna mikið úrval rétta sem að hægt er að velja úr þannig að allir eiga að geta fundið máltíð sem að hentar þeirra þörfum. Þægindin eru mikil þegar allt er komið í rétta skammta og leiðbeiningarnar eru það einfaldar að allir ættu að geta eldað rétt.

Varan okkar er einstök þar sem við bjóðum meðal annars upp á sérútbúnar sósur, kryddblöndur og líklega besta pítubrauð í heimi. Við erum með vöruþróunarteymi sem vinnur alla daga að því að gera fjölbreyttar uppskriftir og girnilegan mat svo landsmenn geti eldað fjölbreyttan mat heima hjá sér. Markmið okkar er að gera eldamennskuna skemmtilegri og samverustundir fjölskyldunnar fleiri og betri.“ Segir Hrafnhildur Hermannsdóttir markaðsstjóri Eldum rétt.