8. Ágúst 2024
Flowerbomb frá V&R
8.-14.ágúst eru allar vörur frá Viktor og Rolf á 20% afslætti í verslunum Hagkaups. Þar að auki fylgir kaupauki* með ef keypt er ilmvatnsglas frá vörumerkinu. V&R hefur lengi verið vinsælt ilm merki hjá okkur og vinsælustu ilmir merkisins eru án vafa Fowerbomb ilmirnir en þeir sækja innblástur í blómahaf og eru kraftmiklir og djarfir ilmir. Við ætlum að segja ykkur aðeins betur frá þessum ilmum.
Flowerbomb Eau de Parfum
Klassíski Flowerbomb ilmurinn sem er virkilega frískandi blóma ilmur. Frábær blanda af runnarós, sambac jasmín, orkedíu og indverskum osmanthus. Ilmur sem er eins og fallegur blómvöndur fyrir þau sem okkur þykir vænt um. Þetta er ilmurinn sem flest hugsa um þegar vörumerkið Viktor og Rolf er nefnt á nafn, algjör blómadraumur.
Flowerbomb Ruby Orchid Eau de Parfum
Þessi ilmur er örlítið meira ögrandi en hefðbundni Flowerbomb ilmurinn en innblásturinn fyrir hann er stórru í curlesque leikhúshefðina. Eins og hefðbundni ilmurinn er um að ræða ilm sem minnir helst á blómvönd en í hjarta hans eru 2 tegundir brönugrasa. Ilmurinn er dásamlega blanda af Ruby flower orchid og red foxy vanilla bean sem gefur honum enn meiri næmni og ferskleika.
Flowerbomb Tiger Lily Eau de Parfum
Þessi ilmur kemur með sólina og er nýjasta viðbótin við Flowerbomb línuna. Ilmurinn opnast með kókosmjólk og í hjartanu er eins og í hinum ilmunum stór og góður blómvöndur með framandi þykkni tígurlilja og í grunnin er ferskt mangó og hlýja bensósins. Frábær viðbót við þessa skemmtilegu Flowerbomb fljölskyldu.
Sérfærðingar V&R verða í verslunum okkar á meðan á tilboðinu stendur svo það er um að gera að kíkja við og skoða ilmina, prófa og finna út hver þeirra hentar þér best.
*gildir á meðan birgðir endast.