Vinsamlegast ath!

Veisluréttir eru að verða uppseldir 22. júní og við hvetjum fólk til þess að panta sem fyrst

1. Maí 2024

Frábær fatnaður og skór á Tax Free

Dagana 1.-8. maí er Risa Tax Free* í verslunum Hagkaups en þar á meðal er afsláttur af öllum fatnaði og skóm í verslunum okkar. Í Hagkaup er frábært úrval af fatnaði og skóm hvort sem um er að ræða útiföt, náttföt, sundföt, aðhaldsfatnað, spari-, striga-, eða gönguskó þá finnur þú það sem vantar í Hagkaup.

Barna útifötin frá Viking hafa verið vinsæl hjá okkur og nýja línan þeirra fyrir vorið er einstaklega falleg. Hvort sem það vantar peysur, léttar úlpur, jakka eða jafnvel stígvél þá er Viking svo sannarlega þess virði að skoða betur. Fatnaðurinn er vandaður, fallegur og hentar vel fyrir íslenska veðráttu.

 

Annar fatnaður sem hentar vel fyrir íslenska sumarið eru regngallarnir frá CeLaVi. Dásamlega mjúk og góð regnföt sem koma í mörgum og fallegum litum og henta vel í leikskólatöskuna sem og í ferðalög sumarsins.

Úrvalið af skóm er líka frábært fyrir vorið en við erum meðal annars með fallega strigaskó á börn frá Kangaroo í allskonar skemmtilegum litum og svo klikka Tamaris skórnir seint, hvort sem það eru sandalar, strigaskór eða hælar.

 

Síðast en ekki síst langar okkur að nefna aðhalds fatnaðinn frá Dorina. Í þessari línu koma samfellur, bolir og buxur sem halda vel að og móta líkamann fallega. Tilvalið að næla sér í undir árshátíðar dressið. Þessar frábæru vörur koma í góðum stærðum og það ættu flest að finna flík við hæfi.

Við tökum vel á móti ykkur í verslunum okkar á Risa Tax Free*.

*Tax Free jafngildir 19,36% afslætti.