1. Maí 2025
Frískandi sumarförðun með Guerlain
Það hefur sjaldan verið jafn auðvelt að kalla fram heilbrigðan ljóma og sólkysstan ferskleika - sama hvernig viðrar – og hefur Guerlain ávallt verið leiðandi á því sviði.
Með því að heiðra mátt býflugna og afurða þeirra hefur Guerlain sameinað náttúru og vísindi á óviðjafnanlegan hátt. Á sama hátt heiðrar Guerlain viðskiptavini sína með háþróuðum snyrti- og húðvörum sem kalla fram þeirra náttúrulegu fegurð.
Fylgdu þessum 4 skrefum hér að neðan til að fríska upp á húðina þína eftir veturinn og kalla fram þínar bestu hliðar samhliða hækkandi sól.
1. LJÓMANDI HEILBRIGÐ HÚÐ MEÐ ABEILLE ROYALE YOUTH WATERY OIL SERUM
Fyrsta skrefið að frísklegra útliti er að bera 10 dropa eða um eina pípettu af hinu nýja Abeille Royale Youth Watery Oil Serum á húðina. Þú munt sjá hvernig húðin fyllist af raka, verður þéttari og ljómameiri eftir ásetningu serumsins en einstök formúlan stuðlar að viðgerð húðarinnar frá fyrsta dropa – þökk sé hunangi frá svörtum býflugum á þremur mismunandi óspilltum landsvæðum. Með reglulegri notkun heldur húðin áfram að verða sléttari, þéttari og fær aukin teygjanleika. Þetta er sannarlega leynivopnið sem þú þarft til að viðhalda heilbrigðri húð.
2. NÁTTÚRULEG FULLKOMNUN MEÐ TERRACOTTA LE TEINT FARÐA OG HYLJARA
Þegar húðin er orðin rakamettuð og ljómandi er tilvalið að fullkomna yfirbragð hennar með nýja Terracotta Le Teint Glow Natural Perfection Foundation en þessi farði sameinar fegrandi eiginleika farða og virkni húðvara. Hann veitir fágaðan ljóma og fullkomnar húðina á náttúrulegan hátt, svo þú munt geisla að innan jafnt sem utan, en hann endist einnig í allt að 24 klukkustundir.
Til að fela bauga eða misfellur skaltu para farðann við Terracotta Le Teint Natural Perfection Concealer en þetta er fislétt formúla sem býr þó yfir góðri þekju, raka og endingu.
3. SÓLKYSST ÚTLIT MEÐ TERRACOTTA SÓLARPÚÐRI OG KINNALIT
Þú hefur fullkomnað grunninn að sumarförðuninni og nú er því komið að því að fá aukna hlýju og móta andlitið léttilega með Terracotta Light Natural Healthy Glow Powder. Þetta tímalausa sólarpúður er sérstaklega hannað til að skapa sólkysst og heilbrigt útlit en mismunandi litabrigði þess sjá til þess að útkoman er ávallt náttúruleg.
Bættu svo frísklegum lit á kinnarnar með Terracotta Healthy Glow Powder Blush en þessi þægilegi og létti kinnalitur veitir húðinni heilbrigða og útitekna ásýnd. Ofurmjúk formúlan er sérlega auðveld í notkun og inniheldur nærandi innihaldsefni á borð við arganolíu.
4. ENDURLÍFGAÐU VARIRNAR MEÐ KISSKISS BEE GLOW
Toppaðu förðunina með því að endurlífga varirnar og umvefja þær með hinum margrómaða KissKiss Bee Glow Honey Tint Balm. Þessi ofurnærandi formúla býr yfir sefandi hunangi ásamt mýkjandi býflugnavaxi og veitir vörunum þínum langvarandi raka auk þess að draga fram náttúrulegan lit þeirra.
Ef þú vilt aðeins léttari og glossaðri áferð er fullkomið að bera KissKiss Bee Glow Honey Tint Lip Oil á varirnar en þessi lúxusvaraolía fyllir varirnar raka og gerir þær þrýstnari á sama tíma og hún kallar fram náttúrulegan lit þeirra. Varaolían býr meðal annars yfir drottningarhunangi og áferðin er sannarlega veisla fyrir skynfærin.
Allar vörur Guerlain eru á 20% afslætti 1.-7. maí í verslunum Hagkaups í Kringlunni og Smáralind.