30. Mars 2023

Frískleg vorförðun með Helgu Kristjáns

Dagana 30.mars til 5.apríl eru Sensai kynningardagar í verslunum okkar og á vefnum og allar vörur frá Sensai á 20% afslætti. Það fylgir einnig veglegur kaupauki ef keyptar eru vörur frá Sensai fyrir 15.900kr eða meira (gildir á meðan birgðir endast). Við fengum Helgu Kristjáns til að gera myndband með fallegri vorförðun á 10 mínútum. Myndbandið í heild sinni er hægt að sjá á Facebook síðunni Hagkaup Snyrtivara. Í þessu bloggi ætlum við að fara yfir vörurnar sem Helga notar i myndbandinu á nokkuð ítarlegan hátt.

Helga byrjar á því að sýna hvernig hún undirbýr húðina á morgnanna.

MICRO MOUSSE WASH er nýja hreinsifroðan frá Absolute Silk, Micro Mousse Wash.  Þétt hreinisifroða sem innheldur sömu tækni og MICRO MOUSSE og virkar einstaklega vel til að fjarlægja húðfitu, óhreinindi og dauðar húðfrumur. Óhreinindi losna úr svitaholum og húðin verður hrein og frískleg sem aldrei fyrr. Næst notar Helga MICRO MOUSSE sem er loftkennd froða sem inniheldur örsmáar kolsýrðar loftbólur, sem innihalda Koishimaru Silk. Loftbólurnar eru mun minni en húðholurnar. Þannig kemst silkið og þar með rakinn ofan í neðstað húðlag og veitir ótrúlegan raka sem endist og endist. Fínar línur verða minna sjáanlegri, húðin fíngerðari, þéttari og full af raka.  Má hugsa Micro Mousse sem serum, notað kvölds og morgna á hreina húð undir krem.  Ef húðin er blönduð eða feit þá þarf jafnvel ekki að setja krem yfir.  Helga notar svo SILK ILLUMINATIVE CREAM sem er þétt krem sem dregur úr línum og ásýnd fínna lína og brúnna bletta, hjálpar til við að laða fram náttúrulegan ljóma húðarinnar. Þegar kremið er borðið á breytist áferðin úr þungu kremi í létta og ferska geláferð sem umlykur húðina með skínandi rakahulu.  Má nota kvölds og eða morgna, hentar öllum húðgerðum. Síðasta skrefið í húðumhirðunni er svo CP EYE CONTOUR BALM en það er létt og gífurlega næringarríkt augnkrem sem vinnur gegn pokum, baugum og þrota.  Notist kvölds og morgna.  Síðasta skrefið í húðumhirðu SENSAI. 

Svo er komið að förðuninni sjálfri.

Helgar byrjar á því að blanda saman Glowing base og Bronzing Gel lit 61.  Litur 61 gefur örlítinn ljóma en þó mun minni ljóma en eldri gerðin af 61, hann er gífurlega fallegur og nýtur sína líka vel einn og sér. BRONZING GEL er létt litað gel sem inniheldur 70% vatn og silki.  Sveipar húðina bronsleitri hulu svona rétt eins og þú hafir verið kysst af sólinni.  3 litir í boði, ljósasti 61, inniheldur örlitlar agnir af ljómaperlum, litur 62 sem er langvinsælastur hentar bæði konum og körlum og litur 63 er gultóna. Má nota eitt og sér yfir rakakrem, undir farða, yfir farða eða blanda við farða eða rakakrem.
GLOWING BASE er grunnur undir farða með perlukenndum lit, leiðréttir húðlit og veitir hraustlegan ljóma og raka.  Glowing base kemur í veg fyrir að farðinn setist í línur og svitaholur. Fallegt að blanda honum saman við Bronzing Gel eða jafnvel farða, til að fá léttari áferð eins og Helga sýndi í myndbandinu. Því næst notaði Helga CELLULAR PERFORMANCE FOUNDATION farðann en hann byggir upp húðina um leið og hann hylur og nærir húðina óviðjafnanlegum raka.  Hann er þéttastur af þeim förðum sem SENSAI býður upp á.
HIGHLIGTING CONCEALER vinnur bæði sem ljómi og raki fyrir augnsvæðið. Hyljarinn er sérstaklega hannaður til þess að nota undir augun þar sem áferðin er bæði létt en kremuð og hann sest ekki í línur, heldur þvert á móti mýkir þær og gerir þær minna áberandi.  Með sérstöku innihaldsefni Koishimaru silk EX og náttúrulegum olíum, möndlu, joboa og olívu. Þetta einstaka innihaldsefni Silky Botanical EX endurheimtir raka og heldur honum inni fyrir sléttara útlit.

Næsta skref er þá augnförðunin en Helga notar EYE SHADOW PALETTE frá Sensai í verkið. Um er að ræða einstaklega fallegar augnskuggapallettur með fallegum jarðlitum en Helga notaði lit númer 02, Night Sparkle. Til þess að ramma augun enn betur inn notaði Helga LIQUID EYE LINER sem er fljótandi augnlínupenni sem er einfaldur í notkun og bæði hægt að gera örþunna eða þétta línu. Pennan er hægt að fá í svörtu og dökkbrúnu en einnig er hægt að kaupa í hann áfyllingar og með þeim fylgir alltaf nýr og ferskur oddur fyrir skarpar línur. Áður en maskarinn var settur á notaði hún EYE LASH BASE en hann hjálpar til við að gera agnförðunina mikilfenglegri. Þetta er grunnur undir maskara sem gerir augnhárin þykkari og lengri.Berið á augnhárin áður en maskari er borinn á. Því næst var það LASH VOLUMISER en hann er lang vinsælasti maskari SENSAI. Hvort sem þú vilt hafa augnumgjörðina náttúrlega eða stórfenglega, þá gæti hann hentað þér. Burstinn er þrefaldur og spíralformaður svo augnhárin klessast ekki saman þegar þú setur fleiri umferðir til að byggja hann upp, hann rennur ekki til yfir daginn og helst á þar til þú tekur hann af með heitu vatni.Hann er því ekki í raun ekki vatnsheldur þó að hann haggist ekki við tár, rigningu eða svita, því hann bólgnar upp um leið og hann kemst í tæri við heitt vatn og rennur af í heilu lagi.Það þarf því engan augnhreinsi og ekkert nudd.Þar með veldur það ekki álag á augun eða augnumgjörðina þegar hann er hreinsaður ef.Maskarinn hentar vel konum með viðkvæm augu eða linsur.Allar förðunarvörur frá SENSAI eru nikkel-fríar einnig maskarinn.Maskarinn inniheldur silkiprótín sem verndar augnhárin.

Til þess að klára förðunina notaði Helga kinnalit, varablýant og gloss. CHEEK BLUSH er einstakur kinnalitur með örlitlum ljóma. Inniheldur góðan kinnalitabursta en formúlan sjálf inniheldur meðal annars Koishimaru silki sem gefur bæði raka og ljóma. Í myndbandinu blandaði Helga saman lit 02 og 04. LIP PENCIL er virkilega mjúkur og góður varablýantur. Varalitablýantarnir frá SENSAI innihalda Kosimaru silki sem gerir þá einstaklega mjúka en á sama tíma helst hann vel á.  Hann hentar vel að nota einan og sér, með Total Lip Gloss eða fallegum varalit.  Yddari fylgir hverjum blýanti og á öðrum endandum er góður varalitabursti.  Í þessa förðun notaði Helga lit 06. Síðast og aldeilis ekki síst TOTAL LIP GLOSS en hér höfum við varagloss með húðvörueiginleikum.  Glossið er byggt á Total Lip Treatment – kreminu þar sem þræðir úr Koishimaru-silkinu, ásamt völdum efnum út náttúrunni, gegna lykilhlutverki við rakagjöf.  Einstök áferð sem bætir rakabúskap varanna og gefur þeim aukna fyllingu. Við reglubundna notkun dregur glossið úr hrukkumyndun á vörunum sem verða bæði sléttari og flottari.  Glossið veitir fallegan glans um leið og það gefur litlausum vörunum heillandi perlugljáa. Helga notaði lit 02 í vorförðuninni.