SENSAI

Japönsk vísindi og vellíðan

Hugmyndir um fegurð byggðar á nákvæmni japanskra vísinda og áhrifum frá japanskri náttúru.

Fögnum fegurð lífsins umvafin silki.

KOISHIMARU SILK

Hið dýrmæta lykilinnihaldsefni SENSAI

Í japanskri sögu hefur Koishimaru Silki verið álitið sem einstaklega létt og ljómandi silki og enn þann dag í dag er Koishimaru silki talið dýrmætasta silkið.

Koishimaru silki hefur þann einstaka eiginleika að stuðla að framleiðslu hýalúrónsýru, sem er náttúrulegt efni húðarinnar og er nauðsynlegt til að hlúa að og byggja upp raka. Þannig öðlumst við hina víðfrægu japönsku SILKI HÚÐ.