25. Apríl 2023

Grunnur að góðri förðun

Það er mikill misskilningurinn að góð förðun byrji á góðum farða eða öðrum förðunarvörum. Það er nefnilega ýmislegt fleira sem liggur að baki og undirbúningur húðarinnar og hreinir förðunarburstar eru þar á meðal. Ef húðin er ekki hrein og vel undirbúin þá er hún ekki jafn móttækileg fyrir förðuninni og farðinn getur setið illa á húðinni og jafnvel dregið fram allar ójöfnur í húðinni. En örvæntið ekki, ég ætla að fara með ykkur aðeins yfir það hvernig hægt er að undirbúa húðina fyrir förðun.

Hrein og vel nærð húð
Það er alltaf fyrsta skrefið að byrja á því að passa að húðin sé hrein. Ef við erum að farða okkur á morgnanna fyrir daginn þá er alltaf gott að hreinsa húðina létt með mildum hreinsi og volgu vatni. Það þarf svo að passa uppá að gefa húðinni góðan raka og næringu áður en við förum að setja á hana farða. Það er þá um að gera að grípa uppáhalds serumið sitt, rakakrem og sólarvörn áður en farðinn er tekinn í notkun. Hér má finna alla andlitshreinsa.

Farðagrunnur
Það er vissulega ekki nauðsynlegt að nota farðagrunn undir förðun, sérstaklega ekki ef undirbúningurinn er góður, en þeir geta vissulega hjálpað okkur til þess að fá þá áferð á húðina sem við viljum. Farðagrunnar eru jafn mismunandi og þeir eru margir og það er til dæmis hægt að fá farðagrunna sem gefa aukinn raka og ljóma, draga úr olíumyndun og matta húðina og jafnvel sem draga úr sýnileika húðhola og ójafna í húðinni. Úrvalið er næstum því endalaust en hér má finna alla farðagrunna.

Það fer svo allt eftir því hverju við leitumst eftir hvaða vörur við veljum í verkið en það er um að gera að prófa sig áfram með áferðir og farðagrunna til þess að finna út hvað hentar okkur best og okkur finnst fallegast.

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup