21. Ágúst 2025
Sjáanlegur árangur á sjö dögum
Hvernig hljómar það að geta snúið við framkomu öldrunarmerkja húðarinnar á aðeins 7 dögum? Guerlain hefur nú gert slíkan draum að veruleika með hinu nýja Abeille Royale Bee Lab Shot en um sannkallað ofurskot er að ræða. Þessi byltingarkennda 7 daga húðmeðferð er sprottin af vísindum og töfrum náttúrunnar með hunang í aðalhlutverki, sem hjálpar húðinni að endurheimta frísklegt og unglegt útlit sitt á ný.
HÚÐIN UMBREYTT HJÁ 99% KVENNA
Eftir tímabil þar sem þreyta og streita ráða ríkjum, þá þarf húðin svolitla aðstoð.
Í hvert skipti sem þér finnst húðin vera þreytuleg, daufleg eða öldrunarmerki orðin áberandi þá kemur Bee Lab Shot til bjargar. Þessi ákafa 7 daga húðmeðferð sér til þess að húðin verður þéttari og sterkari, hrukkur grynnka og ljómi eykst – húðin er endurnýjuð. Niðurstöður rannsókna Guerlain styðja sannarlega við þessa lýsingu en í notkunarprófun sögðu 99% kvenna húð sína vera umbreytta eftir 7 daga notkun Bee Lab Shot. Það hefur því sjaldan verið fljótlegra og einfaldara að framkalla sýnilega húðbætingu, í tímaramma sem hentar lífsstíl nútímans. Þú sérð og finnur fyrir áhrifunum strax frá fyrstu notkun.
FORDÆMALAUS STYRKLEIKI
Bee Lab Shot samnstendur af einstökum perlum sem fylltar eru með 98% virkum innihaldsefnum af náttúrulegum uppruna en einkaleyfisvarin samsetningaraðferðin gerir Guerlain kleift að sameina fordæmalausan styrkleika þeirra. Líkt og í öðrum vörum Abeille Royale-húðvörulínunnar, þá er einstakur viðgerðarmáttur hunangs í aðalhlutverki í Bee Lab Shot en þó ekkert venjulegt hunang. Í þessari formúlu er meðal annars notað hunang svartra býflugna frá Noregi og það sameinað 20% styrkleika C-vítamíns til að veita alvöru skot af virkni gegn öldrunarmerkjum.
SVONA NOTAR ÞÚ BEE LAB SHOT
Eins og fyrr segir, þá er Bee Lab Shot sérstök húðmeðferð sem þú notar samfellt í 7 daga. Hún inniheldur 7 perlur sem sérstaklega eru hannaðar til að nota með Guerlain Abeille Royale Youth Watery Oil Serum. Á hverjum degi tekurðu einfaldlega 1 perlu af Bee Lab Shot og sameinar hana við 10 dropa af Youth Watery Oil Serum í lófanum en þú munt sjá hvernig formúlurnar bráðna fullkomlega saman og virkjast. Berðu blönduna á hreint andlit og niður á háls, að morgni eða kvöldi til. Næst geturðu borið á þig Guerlain Abeille Royale Advanced Double R Renew & Repair Serum fyrir aukna endurnýjun, lyftingu og viðgerð. Fullkomnaðu svo húðrútínuna með einu af dásamlegu andlitskremunum í Abeille Royale-húðvörulínunni sem hentar þinni húðgerð til að leiðrétta sýnileg merki um kollagenmissi á borð við hrukkur, þéttleika, mýkt og ljóma.
Guerlain fæst í verslunum Hagkaups í Kringlunni og Smáralind.