9. Desember 2025
Hver er þinn rauði varalitur?
Nú nálgast jólin og flest komin með allskonar jólaboð, tónleika og aðventugleði í dagatalið núna í desember. Það er fátt jólalegra en að smella á sig rauðum varalit en það vefst oft fyrir fólki að finna rétta rauða varalitinn. Oft lendum við í því að okkur finnst rauði liturinn ekki draga fram það besta í okkur en það getur eindaldlega verið vegna þess að við erum ekki að velja rétta rauða litinn! Ekki örvænta, við erum að sjálfsögðu með allskonar nytsamleg ráð.
Við val á rauðum varalit er undirtónn húðarinnar mikilvægur þáttur, en það er eitthvað sem gleymist oft. Undirtónar húðarinnar flokkast í þrjá flokka:
Hlýr undirtónn – gylltur, gulleitur eða ferskjutónn.
Kaldur undirtónn – bleikur eða bláleiturtónn.
Hlutlaus undirtónn – blanda af báðu.
En hvernig er auðveldast að átta sig á sínum undirtón? Það má gera það með því að skoða æðarnar sem við sjáum glitta í undir húðinni:
Grænar æðar – hlýr undirtónn.
Bláar eða fjólubláar æðar – kaldur untirtónn.
Bæði – Hlutlaus undirtónn.
Þá getum við farið að skoða tóna á rauðum varalitum og hvaða tónar henta best fyrir undirtóna húðarinnar.
Hlýir rauðir varalitir henta sérstaklega vel fyrir fólk með hlýjan undirtón í húðinni. Hlýjir rauðir varalitir eru með appelsínugula eða gula undirtóna og sem dæmi má nefna Chili frá MAC, L’Absolu Rouge í lit 196 frá Lancôme og Color Riche Intense Volume í lit 346 frá L’Oréal Paris.
Þessir tónar henta best þeim sem eru með gyllta eða ólívu undirtóna í húðinni, freknur og húð sem verður auðveldlega brún í sól. Hlýir rauðir tónar spegla gyllta tón húðarinnar og láta hana virka jafnari og meira ljómandi án þess að draga fram roða í húðinni.
Köldu rauðu tónarnir aftur á móti henta sérstaklega vel fyrir ljósa og bleiktóna húð og þau sem eru með kald brúnt eða svar hár og augu.
Kaldir rauðir varalitir eru með meira bláum eða fjólubláum undirtón og þeir bæta við dýpt og geta hjálpað okkur að láta húð með kalda undirtóna virka frískari. Auk þess hafa kaldir rauðirvaralitir þann kost að þeir geta látið tennurnar virka hvítari.
Dæmi um frábæra kaldtóna rauðavaraliti eru t.d. Ruby Woo frá MAC sem er sennilega einn þekktasti rauði varalitur í heimi, Superstay Matte Ink Liquid í lit Pioneer frá Maybelline og Rouge Pur Couture The Bold í lit 01 frá YSL.
Til þess svo að fá varalitina til þess að líta sem best út á vörunum og endast vel er gott að nota góðan varalitagrunn og varablýant. Með mismunandi varablýöntum má líka fá fallega skugga og vídd í varirnar.
Dæmi um frábæran varalitagrunn má nefna Prep + Prime Lip frá MAC en þessi rakagefandi varafarðagrunnur minnkar ásýnd fínna lína á vörunum sem verða þá ekki jafn áberandi þegar varaliturinn er kominn á.
Fallegur rauður varalitur getur verið virkilega fallegur fylgihlutur inn í jólahátíðina. Kíktu til okkar og við aðstoðum þig við að velja rétta litinn.