1. September 2023

Íslenskar snyrtivörur á tax free

Það er komið að tax free en dagana 31. ágúst – 6. september er tax free afsláttur af allri snyrtivöru hér á vefnum og í verslunum Hagkaups. Að þessu sinni langar okkur að segja ykkur frá spennandi íslenskum vörum sem er tilvalið að prófa að grípa með á tax free* afslætti.

Age Management Moisturiser – Dr BRAGI

Gelkennt serum sem gefur húðinni fyllingu og raka, endurnýjar og nærir húðina. Serumið vinnur gegn fínum línum og gefur húðinni ljóma ásamt því að vinna að því að bæta jafnvægi raka í húðinni. Formúlan inniheldur meðal annars sjávarensím sem vinna að því að mýkja og hreinsa húðina innan frá. Virknin getur hjálpað húðinni að endurnýja sig og gefa húðinni bjartara yfirlit. Frábært íslenskt andlitsserum fyrir þau sem vilja gefa húðinni góðan raka og hjálpa henni að endurnýja sig.

EGF Essence – BIOEFFECT

Virkilega létt andlitsvatn sem nærir húðina vel. Vatnið inniheldur EGF úr byggi og íslenskt vatn en þessi vara er notuð á húðina strax eftir hreinsun áður en við setjum á hana serum eða krem. Frábær rakagefandi grunnur sem fer hratt inn í húðina og undirbýr hana til þess að taka á móti serumi eða kremi sem á eftir kemur. EGF Essence gefur húðinni góðann raka og hjálpar henni að viðhalda heilbrigðri ásýnd sinni.

Beauty Body Scrub – ChitoCare

Frábær líkamsskrúbbur sem hreinsar og mýkir húðina. Þessi vara inniheldur kítósan úr sjónum og kaffiagnir en þessar vörur eru ríkar af andoxunarefnum en þær hjálpa okkur að losna við dauðar húðfrumur og örva blóðflæði í húðinni. Húðin verður mjúk og tilvalið að para þessa vöru með Body Lotioninu frá ChitoCare til þess að gefa henni raka eftir skrúbbinn.

Makeup Brush Cleaner Daily – Mist & Co.

Eina varan í þetta skipti sem fer ekki beint á húðina, en það er jafn mikilvægt að hreinsa förðunarburstana og húðina! Mjög góður burstahreinsir sem hentar vel til þess að hreinsa bursta eftir daglega notkun. Hreinsirinn nærir og hreinsar burstana á mjög stuttum tíma, eina sem þú þarft að gera er að spreya í burstann og nudda úr í hreint handkæði eða klút. Burstinn þornar á örskotsstundu, hreinn og klár í næstu notkun.

 Það er ótrúlega gaman að kynnast þessum frábæru íslensku vörum sem eru í boði í snyrtivörudeildunum okkar og tilvalið að nýta tax free* í að prófa.

*Tax free jafngildir 19,36% afslætti

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup