4. Desember 2023

Jólagjafir fyrir skvísurnar

Það getur verið höfuðverkur að finna jólagjafir fyrir skvísurnar í fjölskyldunni en það er svo sannarlega af nægu að taka í snyrtivörudeildunum okkar. Við höfum sett saman lista með fjórum spennandi kostum í jólapakkann fyrir stelpur frá ca. 18 ára aldri og upp úr sem vonandi gagnast einhverjum í jólagjafaleitinni.

Your Transforming Superhero Eye Duo Makeup Gift Set – IT cosmetics

Falleg gjafaaskja sem inniheldur tvær frábærar vörur fyrir augnförðunina. Augnskuggastiftið No-Tug í litnum Silk Amor er ótrúlega fallegur augnskuggi sem er auðvelt að blanda og ekki skemmir fyrir að formúlan er vatnsheld og ætti því heldur betur að þola öll jólaboðin og áramótin! Í kassanum er svo líka Super Hero Elastic Stretch maskarinn sem gerir augnhárin virkilega djúsí og nærir þau um leið.

Extra Dimension Skinfinish Highlighter – MAC

Dásamlega fallegt ljómapúður úr jólalínu MAC. Jólalína MAC slær í gegn á hverju ári en um er að ræða vörulínu sem kemur í takmörkuðu upplagi. Umbúðirnar og vörurnar eru einstaklega fallegar og jólalegar og þetta ljómapúður er fallega kampavínslitað og hjálpar okkur að móta og lýsa upp þau svæði sem við viljum. Algjör snilld í jólapakkann fyrir förðunarfræðinginn eða þau sem hafa áhuga á förðun.

Fressssh All Over gjafasett – b.fresh

Krúttlegt gjafasett sem inniheldur ferðastærðir af 2 vörum frá b.fresh og fulla stærð af einni. Varan sem kemur í fullri stærð er gimme some lip varaserumið sem mýkir varirnar og gefur þeim raka. Vörurnar sem koma í ferðastærðum eru ilmandi og sæta Fressssh AF sturtusápan og Let‘s bounce líkamsserum sem gefur húðinni rakabombu en það inniheldur meðal annars hýalúron sýru, níasínamíð og e-vítamín! Vörurnar koma saman í sætri tösku og henni fylgir líka mjúk baðlilja.

Matte Blush Up – GOSH Copenhagen

Ný og virkilega spennandi förðunarvara sem hefur strax fangað athygli landsmanna. Krem kinnalitur með mattri áferð. Kemur í 3 fallegum litum og gefur húðinni fallegan lit. Formúlan er vegan, ilmefnalaus og ofnæmisprófuð og ætti því að henta flestum húðgerðum. Frábær gjöf fyrir alla aldurshópa.

Úrvalið er eins og sjá má nokkuð fjölbreytt en það má sem dæmi skoða allar gjafaöskjur með því að smella hér. Snyrtivörur eru nefnilega snilld í jólapakkann og gleðja lang flest.

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup