24. Nóvember 2022
Jólamarkaður Hagkaups
Föstudaginn 25.nóvember verður sannkölluð jólastemning í Hagkaup Smáralind. Íslenskir smáframleiðendur verða þar í aðalhlutverki frá klukkan 16:00 og kynna sínar vörur á jólamarkaði Hagkaups. Um tuttugu framleiðendur verða á svæðinu og því kjörið tækifæri fyrir viðskiptavini að kynnast þessum flottu framleiðendum og smakka góðgætið frá þeim. Það verða sérstök tilboð í versluninni þennan dag á snyrtivörum, leikföngum, búsáhöldum, fatnaði og auk annarra tilboða á matvöru.
Birgitta Haukdal verður á svæðinu frá klukkan 17:00 og kynnir bækurnar sínar, Láru og Ljónsa. Verkefnið Spilað til góðs verður einnig þennan dag en við ætlum að safna fyrir Kvennaathvarfið. Verkefnið er með því sniði að píanó verður staðsett fyrir utan Hagkaup í Smáralind og er öllum frjálst að spila lag. Fyrir hvert lag leggur Hagkaup út 5000 krónur og vonum við að sjálfsögðu að sem flestir spili lag og við náum að safna góðri upphæð fyrir Kvennaathvarfið.
Sjáumst í jólaskapi í Hagkaup Smáralind föstudaginn 25.nóvember.