21. September 2022

Veit­ingstaður­inn Lemon opnar í Garðabæ

Að sögn Evu Lauf­eyj­ar Her­manns­dótt­ur, markaðsstjóra Hag­kaups, eru spenn­andi tím­ar framund­an hjá versl­un­inni og má segja að opn­un Lemon marki þau tíma­mót. „Hag­kaup í Garðabæ er í mik­illi upp­bygg­ingu hjá okk­ur og inn­an skamms opn­ar glæsi­legt kjöt­borð en Sæl­kera­búðin er að koma sér fyr­ir og við áætl­un opn­un henn­ar í Hag­kaup Garðabæ og Kringl­unni í lok sept­em­ber. Það verður því mikið að ger­ast hjá Hag­kaup á næst­unni og það er okk­ur mikið kapps­mál að geta boðið viðskipa­vin­um okk­ar framúrsk­ar­andi upp­lif­un og þjón­ustu þegar þeir versla hjá okk­ur.”

Unn­ur Guðríður Indriðadótt­ir, markaðsstjóri Lemon er að von­um ánægð með opn­un­ina. „Við höf­um lengi verið með aug­un á Garðabær, enda fengið tölu­verðar fyr­ir­spurn­ir frá Garðbæ­ing­um um opn­un Lemon í Garðabæ. Í Hag­kaup í Garðabæ kem­ur mikið af fólki og við telj­um að viðskipta­vin­ir eigi eft­ir að fagna því að geta gripið með sér holl­ar og bragðgóðar sam­lok­ur og sól­skin í glasi í verk­efni dags­ins.“