27. Desember 2023

Ljúffengar dádýralundir

Það er ekki eins flókið og ætla mætti að elda dádýralundir en þær eru sífellt vinsælli hátíðamatur. Hér er ein einföld og góð uppskrift að dádýralundum. 

Hráefni:

dádýralundir
olía
salt
pipar
rósmarín
timían
hvítlaukur

Aðferð:

  • Dádýralundirnar eru kryddaðar fyrst með salti og pipar og síðan steiktar á heitri pönnu með olíu.
  • Eftir um það bil mínútu er þeim snúið við og smjöri, hvítlauk og timían bætt út á pönnuna og steikt í eina mínútu í viðbót.
  • Allt er sett í eldfast mót með smjöri og kryddjurtum og lundirnar kláraðar í ofni á 180°C í um það bil sjö mínútur.
  • Lundirnar eru síðan látnar hvíla í fimm mínútur áður en þær eru skornar.