6. Maí 2025
Miðnæturopnun Kringlunnar
Vertu með á miðnæturopnun í Kringlunni miðvikudaginn 7. maí. Í tilefni dagsins bjóðum við 20% afslátt af allri snyrtivöru í Hagkaup í Kringlunni – frábært tækifæri til að næla sér í uppáhalds vörurnar á frábæru verði.
Elsa sérfræðingur Guerlain verður á staðnum og aðstoðar við að velja réttan farða og förðunarvörur.
En það er ekki allt – matgæðingurinn Helga Gabríela í verslun okkar í Kringlunni með kynningu frá kl. 17:00 og smakk á ljúffengu dönsku smørrebrød sem sælkerar ættu alls ekki að láta fram hjá sér fara. Einnig verður kynning á góðgætinu í sælkeraboðinu í Hagkaup Kringlunni.
Það verður líf og fjör í Kringlunni allan daginn – við hlökkum til að sjá þig!