28. Janúar 2026

Nýr ilmur frá Kylie Jenner - Cosmic Intense Eau De Parfum

Fimmtudaginn 29. janúar kl. 12:00 kemur nýr og spennandi ilmur frá Kylie Jenner í sölu í verslunum Hagkaups í Kringlunni og Smáralind.

Ilmurinn sem umræðir er Cosmic Kylie Jenner Intense Eau De Parfum sem við vitum að mörg hafa beðið spennt eftir.

Cosmic ilm línan frá Kylie Jenner hefur heldur betur slegið í gegn hér á landi en ilmirnir voru með vinsælustu ilmum í verslunum Hagkaups árið 2025 og því virkilega gaman að fá að vera fyrst á Íslandi til þess að setja þennan nýja ilm í sölu.

Ilmurinn mætir fyrst í verslanir Hagkaups í Kringlunni og Smáralind og fyrstu 30 sem versla Cosmic Intense EDP í fullri stærð (ekki penspray) fá virkilega fallegan kaupauka.

Cosmic Kylie Jenner Intense Eau de Parfum

Kveiktu á öllum skilningarvitunum og stígðu inn í kosmískan heim þar sem aðdráttarafl, hlýja og dýpt mætast. Cosmic Kylie Jenner Intense er nýjasti ilmurinn í Cosmic heiminum. Hann er djarfari, mýkri og enn meira ávanabindandi en upprunalegi ilmurinn.

Þessi amber gourmand ilmur umvefur húðina með djúpum, hlýjum tónum sem sitja lengi og skilja eftir sig ómótstæðilegt spor. Ríkulegur vanillukeimur blandast dásamlegu benzoin, sem skapar ilm sem er bæði sensúal og kraftmikill.

Ilmurinn kemur í skúlptúruðu Cosmic flöskunni sem nú hefur fengið djúprauðan, eldheitan blæ. Flaskan liggur fullkomlega í hendi og endurspeglar styrkinn og glóandi aðdráttaraflið sem býr innra með ilminum. Cosmic Kylie Jenner Intense er ekki bara ilmur, heldur upplifun sem talar til sjálfstrausts, kvenleika og dulúðar.

Ef þú elskar Cosmic þá munt þú sennilega elska Cosmic Intense. Ekki missa af þessari spennandi nýjung.