17. Janúar 2022

Ný snyrtivöruverslun á netinu

Nú finnur þú heilan heim snyrtivara á Hagkaup.is

Langþráður draumur hefur ræst nú þegar Hagkaup opnar glæsilega snyrtivöruverslun á netinu.

Vefverslunin er í svokölluðum prófunarfasa (e. Beta) og því er þróun ekki lokið. Á næstu vikum verður unnið að úrbótum á ábendingum sem berast frá viðskiptavinum ásamt því að fleiri vörur koma inn á síðuna.

Markmið okkar er að skapa framúrskarandi vefverslun og því leitum við til ykkar kæru viðskiptavinir og biðjum ykkur að senda okkur ábendingar og athugasemdir um það sem betur mætti fara. Þannig náum við að búa til framúrskarandi vefverslun sem að mætir ykkar þörfum. Ábendingar er hægt að senda í tölvupósti á netfangið snyrtivara@hagkaup.is.

Einnig hvetjum við viðskiptavini til að skrá sig á Póstlista Hagkaup. Þannig er alltaf hægt að fylgjast með því helsta sem er að frétta, hvort sem um er að ræða spennandi nýjungar, ómótstæðileg tilboð eða sjóðheit tips og trix. Það er margt spennandi framundan og við tryggjum að þú missir ekki af neinu.

Nú er ekki eftir neinu öðru að bíða en að kynna sér úrvalið í vefversluninni og jafnvel skella nokkrum vel völdum vörum í körfuna. Ef verslað er fyrir 12.900 kr. eða meira fellur allur sendingarkostnaður niður á afhendingarstöð eða sjálfsafgreiðslubox. Nánari upplýsingar um afhendingarleiðir og fleira má finna undir liðnum Algengar spurningar.


Nú er bara að njóta þess að gera vel við sig.