11. Maí 2023

Rénergie H.P.N. Peptide Cream frá Lancôme

Nýlega kom Lancôme með nýtt og virkilega spennandi rakakrem á markað. Um er að ræða Rénergie H.P.N. 300-Peptide Cream en það er dagkrem sem vinnur gegn öldrunarmerkjum í húðinni.

Rénergie H.P.N. 300-Peptide kremið sameinar 300 tegundir af peptíðum sem er mesti styrkur af peptíðum í einu kremi frá Lancôme hingað til.  Peptíð eru agnir próteina í húðinni og hafa styrkjandi áhrif á náttúrulega endurnýjun húðarinnar og vinna gegn öldrun með því að stinna, mýkja og bæta gæði húðarinnar. Kremið inniheldur einnig níasínamíð sem vinnur gegn litabreytingum í húðinni og hýalúrónsýru sem hjálpar húðinni að halda í raka.

Kremið er einstaklega mjúkt og skilur húðina eftir silkimjúka og dásamlega. Kremið gengur hratt inn í húðina og skilur ekki eftir sig olíukennda eða þunga áferð á húðinni þrátt fyrir að kremið sé frekar þétt í sér. Kremið inniheldur engin litarefni og hentar mjög vel undir farða. Mjög skemmtileg og spennandi nýjung við breitt og gott úrval húðvara frá Lancôme.

Dagana 11.-17. maí eru allar vörur frá Lancôme á 20% afslætti hér á vefnum og í verslunum Hagkaups. Ef verslaðar eru Lancôme vörur fyrir 12.000 kr.eða meira fylgir veglegur kaupauki með á meðan birgðir endast. Endilega kíkið við í verslunum okkar eða skoðið Lancôme hér og gerið góð kaup.