Vinsamlegast ath!

Veisluréttir eru uppseldir laugardaginn 22. júní

8. Nóvember 2023

Teljum niður til jóla með snyrtivörum

Það er kominn sá tími ársins að jóladagatölin eru mætt í verslanir. Snyrtivörudagatöl hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár og úrvalið er einstaklega gott í snyrtivörudeildum okkar að þessu sinni. Okkur langar að segja ykkur frá nokkrum spennandi dagatölum sem eru komin í búðirnar okkar og hingað á vefinn.

Sensai aðventudagatal 24 dagar

Mjög veglegt og fallegt dagatal frá Sensai sem inniheldur 24 glaðninga. Í dagatalinu eru vörur í prufustærðum, lúxusstærðum og ein vara í fullri stærð. Tilvalið fyrir fólk sem elskar góðar og vandaðar snyrtivörur.

OPI Nail Lacquer jóladagatal 25 dagar

Virkilega fallegt og skemmtilegt jóladagatal með 25 mini naglalökkum frá OPI. Naglalökk í öllum regnbogans litum. Mjög góð gjöf fyrir þau sem nota mikið naglalökk.

Dr. Hauschka jóladagatal 24 dagar

Skemmtilegt jóladagatal með 24 gjöfum. Um er að ræða náttúrulegar og góðar húðvörur en í dagatalinu eru allra vinsælustu vörur merkisins í litlum umbúðum en svo líka ein vara í fullri stærð.

NYX Professional Makeup Ready. Set. Flamin-Go! 24 dagar

Einstaklega skemmtilegt og fallegt dagatal frá NYX PMU sem inniheldur 24 vörur frá vörumerkinu. Um er að ræða vinsælustu vörur merkisins ásamt nýjum vörum sem koma aðeins í takmarkaðan tíma. Algjör snilld fyrir þau sem hafa áhuga á förðun.

Kiehl‘s jóladagatal 24 dagar

Dagatal sem inniheldur 24 spennandi vörur frá Kiehl‘s. Sex vörur í dagatalinu koma í fullri sölustærð en aðrar í lúxusprufu og prufustærðum. Þetta dagatal gefur fólki tækifæri til þess að kynnast vinsælustu vörunum frá Kiehl‘s.

Nivea Gift Pack Men Calendar 24 dagar

Dagatal fyrir mennina í lífi okkar. 24 skemmtilegir glaðningar sem hjálpa til við að stytta biðina eftir jólunum. Allskonar skemmtilegar húð og hreinlætis vörur í þessu fallega dagatali.

Clarins dagatal 12 dagar

Virkilega veglegt og flott dagatal frá Clarins sem inniheldur 12 glaðninga. Dagatalið inniheldur 2 vörur í fullri sölustærð og 10 lúxusprufur af vinsælustu vörum vörumerkisins.

Það er af nægu að taka og hér má skoða öll dagatöl sem við bjóðum uppá í snyrtivörudeildunum okkar í ár.