Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

10. Október 2023

Skrímslakökur Sylvíu Haukdal

Það styttist í hrekkjavökuna og við erum svo sannarlega tilbúin í það. Við fengum Sylvíu Haukdal með okkur í lið til þess að útbúa gómsætar en um leið ógnvænlegar skrímslakökur sem er tilvalið að baka fyrir hrekkjavökuveisluna þetta árið.

1 pakki Kökumix (vanillu fyrir skæra liti, súkkulaði fyrir dökkar)

2 stk egg

110 ml brætt smjör

1 tsk vanilludropar

1/2 tsk salt

1 tsk engifer (í vanillumixið)

1 tsk kanill (í vanillumixið)

Matarlitur

Kökuskraut

Kökurnar eru svo bakaðar við 180° í 6-8 mínútur.

Augun þarf að setja á kökurnar um leið og þær koma úr ofninum, þá bráðna þau föst á kökurnar.