5. Desember 2025
Jólaréttir frá Smurbrauðsdrottningu Íslands
Í jólaþáttunum Jólagestir á Matarvefnum, í samstarfi við Hagkaup, fær Sjöfn Þórðardóttir til sín góða gesti í heimsókn í eldhúsið sem galdra fram jóla- og áramótakrásir af ýmsu tagi sem allir geta leikið eftir. Allt hráefnið fæst í Hagkaup.
Marentza Poulsen, en hún er gjarnan kölluð smurbrauðsdrottning Íslands, er gestur í þætti dagsins og gefur áhorfendum uppskriftir að forrétti og aðalrétti sem hún ber fallega fram á diskunum.
Í þættinum gerir hún meðal annars undursamlega fallegan forréttdisk sem inniheldur tvær tegundir af villibráðarpaté sem hún skreytir listavel. Og með þessu ber hún fram sveppasúpu sem fæst tilbúin í Hagkaup í expressóbolla.
„Það er svo margt til af sælkerakrásum í Hagkaup sem geta auðvelt okkur lífið þegar veislu skal gjöra. Til að mynda styttir það leiðina mikið að geta keypt villibráðapatéin til að nota í forrétti og bera fram eins og ég geri hér. Svo er sveppasúpan alveg dásamlega góð og gaman að bera hana fram í litlum, fallegum bolla með paté-inu,“ segir Marentza um framsetninguna á forréttinum sínum.
Villibráðapaté og rjúpnapaté með pikkluðum rauðlauk og stökku rúgbrauði, fyrir 4.
1 krukka Villibráðarpaté frá Hagkaup
1 krukka rjúpnapaté frá Hagkaup
Rifsberjahlaup eftir smekk
Pikklaður rauðlaukur, sjá uppskrift fyrir neðan
Granateplafræ
Radísusneiðar
Stökkt rúgbrauð, sjá uppskrift fyrir neðan
Aðferð:
1 matskeið af hvoru patéinu er sett á disk og skreytt með 1 tsk. af rifsberjahlaupi, sultuðum rauðlauk, radísusneiðum og granateplafræjum. Patéið fæst í krukkum í Hagkaupum, mjög bragðgott
Pikklaður rauðlaukur
4-5 litlir rauðlaukar, skornir í sneiðar eða báta
Lögurinn fyrir rauðlaukinn
1 dl kryddedik
2 dl rauðrófusafi
2 dl sykur
Nokkur hvít piparkorn
1 lárviðarlauf
Aðferð:
Setjið allt hráefnið í pott og látið suðuna koma upp. Kælið. Þegar lögurinn er orðinn kaldur setjið þá laukinn saman við og látið standa í 3 daga, þannig finnst mér hann bestur.
Stökkt rúgbrauð
1 stk. rúgbrauð
Olífuolía eftir smekk
Sjávarsalt eftir smekk
Aðferð:
Setjið rúgbrauðið í frysti og skerið hálffrosið í mjög þunnar sneiðar. Penslið sneiðarnar síðan með olíu, það getur verið gott að strá smá sjávarsalti yfir sneiðarnar. Setjið sneiðarnar á ofnplötu klædda meðbökunarpappírr og bakið í 8 til 10 mínútur við 220°C hita eða þar til sneiðarnar eru orðnar vel þurrar. Það má líka setja þær í þurrkofn.
Aðalrétturinn er andabringur með púrtvíns- og appelsínusósu, sítruskartöflumús, rósakáli með
trönuberjum og skarlottulauk og appelsínu- og hunangsgljáðar gulrætur
Andabringur
3-4 andabringur, fer eftir stærð og þyngd
Salt og pipar eftir smekk
Aðferð.
Hitið ofninn í 180°C hita. Skerið tígla í fituna á andabringunum og passið að skera ekki ofan í kjötið. Kryddið til með salti og pipar. Hitið pönnu og steikið andabringuna með fituna niður í 7-9 mínútur eða þar til fitan er orðin stökk. Setjiði andabringurnar meðfitunnia niður á kalda pönnu og látið hitna rólega þannig að fitan leki betur úr bringunum. Brúnið bringurnar vel á pönnunni, í 7-9mínúturr eða þar til fitan er orðin stökk, snúið þá bringunum ogsteikiðð í 1-2 mínútu.gSetjiði þær síðan inni í ofn og klárið eldunina þar. Gott er að nota kjöthitamæli en kjarnhitinn á að vera 60°C. Andabringurnar mega alls ekki vera of mikið eldaðar því þá verða þær ekki góðar.
Þegar hitinn erkominnn upp í 60°C takið þá bringurnar út úr ofninum og látið hvíla aðeins áður en þær eru skornar, í svona 10 til 15 mínútur. Skerið þær síðan á ská og raðið fallega á disk eða fat.
Appelsínu- og púrtvínssósa
1 p.k Brún sælkerasósa frá Hagkaup
Fitu- og andasoð af pönnunni
½ appelsína, safinn
Púrtvín eftir smekk
Ég notaði Brúnu sælkerasósuna frá Hagkaup og bragbætti hana með smá fitusoði, andasoði af pönnunni, safa af ½ appelsínu og smá púrtvíni.
Setjið sósuna í pott við miðlungshita og bætið hinum hráefnunum út í nema púrtvíninu og hrærið saman. Látið suðuna koma upp, bætið púrtvínsdreitli út í og smakkið til.
Sítruskartöflumús
3-4 bökunarkartöflur
1 msk. smjör, við stofuhita
1 sítróna, safinn og börkurinn
Rjómi eftir smekk
Salt og pipar eftir smekk
Örlítið salt
Aðferð:
Skrælið bökunarkartöflurnar og skerið þær í bita. Setjið í pott ásamt vatni og örlitlu salti. Sjóðið í um það bil 20 mínútur. Þegar þær eru orðnar soðnar hellið þá vatninu að kartöflunum og stappið þær með þeytara. Bætið matskeið af smjörinu saman við kartöflumúsina ásamt rifnum berki og safa af einni sítrónu og smá rjóma. Hrærið vel saman og bragðbætið með salti og pipar ef þörf krefur.
Appelsínu- og hunangsgljáðar gulrætur
4 til 6 meðalstórar gulrætur, skrældar og skornar langsumt í fernt.
Olía
2 tsk. hunang
1 appelsínusafii og börkurinn
2 greinar ferskt rósmarín
Aðferð:
Hitið bakarofninn í 170°C hita. Setjið hunang, appelsínusafa og rifinn appelsínubörk í eldfast mót. Kryddið til meðsaltit og pipar og bætið við greinum af rósmarín saman við. Setjið síðan gulræturnar í móti og, veltið vel upp úr blöndunni. Setjið síðan inn í ofninn og bakið þar til gulræturnar eru orðnar smá mjúkar, það á að vera smá bit íþeimn.
Rósakál með trönuberjum og skarlottulauk
450 g rósakál
2 skarlottulaukar
100 g trönuber
Ólífuolía eftir smekk
Aðferð:
Hitið ofninn í 170°C hita. Skolið rósakálið, fjarlægið ystu blöðin og kannski smá af stilkunum. Setjiði rósakálið í pott með frekar litlu vatni og sjóðið undir loki í 3 mínútur. Hellið vatninu af rósakálinu. Skrælið skarlottulaukinn og skerið smátt niður. Setjið ólífuolíu í eldfast mót ásamt öllu hráefninu og bakið í 170°C heitum ofni í 5 til 7 mínútur eða þar til kálið er orðið mátulega mjúkt.