8. Apríl 2023

Spennandi nýjungar fyrir vorið

Þegar vorið nálgast byrja snyrtivöruframleiðendur að senda frá sér nýjar og spennandi snyrtivörur og snyrivörumanían hjá mér fer á fullt skrið! Það er fátt sem mér finnst skemmtilegra en að prófa nýjar snyrtivörur og vorið er svo sannarlega tíminn til þess. Síðustu vikur hafa verslanir Hagkaups fyllst af nýungum sem er svo innilega vert að skoða. Ég get alveg viðurkennt að það var erfitt að velja bara nokkrar vörur til þess að skrifa um svo ég endaði á að velja sex vörur. Það hafa oft komið mikið af spennandi snyrtivörum fyrir vorið en ég held að árið í ár sé einhverskonar nýjunga met.

lash dry shampoo, mac, mascara, eyelashes

Lash Dry Shampoo Mascara Refresher frá MAC
Hér höfum við glænýja vöru sem er eitthvað sem ég kannast ekki við að hafa séð áður, þurrsjampó fyrir augnhárin. Um er að ræða létt lag sem klessir ekki augnhárin og gefur þér möguleikann á að fríska uppá maskarann þinn yfir daginn og gefa augnhárunum aukna lengd og sveigju. Formúlan mýkir núverandi maskara og gerir það auðveldara fyrir þig að móta augnhárin aftur og bæta við svörtum lit. Algjör snilld til þess að poppa upp á augnhárin eftir vinnudaginn ef við erum að fara eitthvað út eftir vinnu!

SPF 50, hello sunday, primer

The Illumination One Glow Primer frá Hello Sunday
Farðagrunnur með SPF 50 sem gefur húðinni ljómandi áferð. Þetta hljómar eins og uppskrift sem getur ekki klikkað, enda gerir hún það ekki! Mjög léttur og rakagefandi farðagrunnur sem gefur okkur fullkomið undirlag undir farðann ásamt því að vernda húðina fyrir geislum sólarinnar og öðrum umhverfisþáttum sem geta farið illa með húðina. Grunnurinn inniheldur líka hýalúrón sýru og C-vítamín og hann má nota bæði einan og sér eða undir farða.

shape up, glow up, blush up, gosh, beauty wand

Shape Up frá Gosh Copenhagen
Ein af þeim nýjungum sem hafa heldur betur fengið sitt pláss á samfélagsmiðlum! Mjög spennandi vara sem er létt og falleg krem skyggingarvara sem er hægt að nota til þess að móta andlitið og fá þessa sólkysstu hlýju í anditið. Mjúk og dásamleg formúla sem auðvelt er að vinna með og blandast eins og draumur og þornar mött. Þessi vara heillaði mig allavega strax og ég er mjög spennt að kynnast henni og systkinum hennar Glow Up og Blush Up örlítið betur.

All Nighter Vitamin C Setting Sprey frá Urban Decay
Upprunalega Urban Decay All nighter setting spreyið er eitt það vinsælasta í heiminum en núna kemur út ný tegund sem inniheldur C-vítamín, gefur húðinni raka og festir förðunina á sínum stað í allt að 16 klukkustundir. Ferskt og létt sprey sem hjálpar þér að halda förðuninni ferskri og fallegri allan daginn og jafnvel fram á nóttina. Svo skemmir ekki fyrir að það ilmar eins og sítrus ávöxtur.

The Brow Glue í lit frá NYX Professional Makeup
Þegar Brow Glue kom fyrst á markað setti það TikTok gjörsamlega á hliðina. Allir og ömmur þeirra prófuðu og elskuðu Brow Glue, ég þar á meðal! Þessi nýjung er algjör leikbreytir, að fá lit í Brow Glue er akkúrat það sem ég þurfti til þess að einfalda augabrúnarútínuna mína  til muna. Um er að ræða augabrúnagel sem endist í allt að 16 klukkustundir og hjálpar okkur að ná fram fullkomnu brow lift looki á augabrúnirnar.

Miracle Blush frá Max Factor
Það er ekkert leyndarmál að ég elska kremvörur í förðun og ég elska kinnaliti það er því kannski auðvelt að leggja hér saman tvo og tvo og fá út að krem kinnalitir eru í sérstöku uppáhaldi hjá undirritaðri. Þessi kinnalitur kemur í 3 fallegum litum og gefur húðinni fallegan lit og ljóma ásamt því að gefa húðinni góðan raka þar sem formúlan inniheldur meðal annar hýalúrón sýru. Kinnalitirnir eru svo fallegir á húðinni og gefa þennan fallega ljóma að innan sem gerir förðunina svo fallega.

Ef þið eruð nýjunga gjörn og spennt eins og ég þá mæli ég eindregið með því að kíkja yfir förðunarvörurnar á vefsíðunni okkar eða kíkja við í verslun og skoða því það leynast sko allskonar spennandi nýjungar út um allt.

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup