19. Mars 2024

Spennandi snyrtivöru nýjungar

Þegar vorið fer að nálgast fyllast snyrtivörudeildirnar okkar af spennandi nýjungum sem er svo sannarlega vert að skoða betur. Hvort sem við viljum skoða húðvörur, förðunarvörur, hárvörur, ilmvötn eða eitthvað allt annað þá getum við verið viss um að á þessum tíma koma skemmtilegar nýjungar í hús. Mig langar að segja ykkur frá nokkrum nýjungum sem hafa gripið augað síðustu vikur.

AK Pure Skin: Hydrating Body Tan Serum – Sunkissed Natural Glow Water
Byrjum á þessu flotta líkamsserumi sem inniheldur 98% innihaldsefna af náttúrulegum innihaldsefnum. Andlits brúnkuserumið frá AK Pure Skin hefur notið mikilla vinsælda og það er því gaman að sjá að loksins er komin vara sem hentar fyrir allan líkamann. Serumið gefur húðinni sólkysstan og fallegan lit og ljóma en róar hana í leiðinni, gefur henni raka og jafnar áferð hennar. Frábær húðvara með húðbætandi innihaldsefnum.

Clarins: Lip Comfort Oil Power of Colors
Varaolíurnar frá Clarins hafa heldur betur slegið í gegn og verið mjög áberandi á samfélagsmiðlum síðasta árið og núna koma þessar æðislegu olíur í þrem glænýjum, skærum og virkilega sumarlegum litum. Varaolíurnar innihalda hreinar plöntuolíur sem gera varirnar mýkri og þrýstnari, svo skemmir ekki fyrir að þær gefa vörunum fallegan lit og glans.

The Ordinary: High-Adherence Silicone Primer
The Ordinary er mætt með pompi og prakt í vefverslun Hagkaups og í verslanir okkar í Kringlunni, Smáralind og Skeifu. Þessi Silicone farðagrunnur vinnur að því að minnka sýnileika svitahola og annara misfella í húðinni til þess að förðunin verði jafnari og endist betur á húðinni. Farðagrunnurinn er með kremaðri áferð og hentar öllum húðgerðum. Förðunin hefst á góðum grunni.

Lancôme: Idôle Tint
Frábær kremvöru nýjung frá Lancôme sem hægt er að nota til margra verka. Þessa kremkenndu vöru má nota sem augnskugga, eyeliner, kinnalit og highlighter svo eitthvað sé nefnt. Litsterk og endingargóð formúla sem kemur í 7 mismunandi litum. Litirnir eru ýmist mattir eða ljómandi og eru virkilega fallegir. Formúlan er vatnsheld og er virkilega þægileg að vinna með. Algjör snilld til þess að poppa förðunina aðeins upp.

Maybelline: Lash Sensational Sky High Mascara Pink Air
Er ekki alltaf hægt að bæta smá lit í lífið? Sky High maskarinn vinsæli fá Maybelline kom nýlega í þrem nýjum litum: bleikum, bláum og vínrauðum. Þessi bleiki er mjög fallegur og einstakur á sinn hátt og getur svo sannarlega gert hina náttúrulegustu förðun svolítið extra. Maskarinn þekur augnhárin mjög vel og er tilvalið að prófa litríka maskara í vor. Skemmtileg og falleg tilbreyting fyrir hefðbundnar farðanir.

Þetta er svo sannarlega ekki tæmandi listi yfir þær nýjungar sem hafa komið í sölu hjá okkur í Hagkaup á síðustu vikum og það er meira í vændum. Það er um að gera að kíkja hring í búðunum okkar eða hér á vefnum og skoða allar fallegu snyrtivörurnar.

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup.