24. September 2025
Stígðu inn í þægindahringinn
Hagkaup býður nú öll velkomin inn í sinn eigin þægindahring með nýrri snyrtivöruherferð sem leggur áherslu á vellíðan, jafnvægi og sjálfsumhyggju alla daga, allan sólarhringinn.
Við eigum öll okkar stundir, ferska morgunrútínu, endurnærandi hádegisstund eða rólega kvöld- og næturrútínu. Í nýju herferðinni eru snyrtivörurnar ekki aðeins tengdar fegurð, heldur verða þær hluti af hringrás vellíðunar. Þær minna okkur á að hver stund dagsins er tækifæri til að mæta sjálfum okkur af mildi, styrkja okkur innan frá og rækta það jafnvægi sem við þurfum í amstri daglegs lífs.
„Við viljum hvetja fólk til að umfaðma sinn eigin þægindahring, að gefa sér tíma, hlúa að sér og finna sitt jafnvægi á sínum eigin forsendum,“ segir Hagkaup í tilkynningu.
Að sama skapi undirstrikar herferðin að Hagkaup er alltaf opið á netinu. Hvort sem það er snemma morguns eða seint um kvöld, þá er alltaf hægt að panta snyrtivörur á hagkaup.is og skapa sína eigin vellíðunarstund – hvar sem er og hvenær sem er.
Með Stígðu inn í þægindahringinn setur Hagkaup nýjan tón í snyrtivöruheiminum. Hér er ekki aðeins talað um förðun og fegurð, heldur er horft heildrænt á snyrtivörur sem lykil að vellíðan, endurnærslu og fallegri daglegri rútínu.