Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

27. Júní 2024

Sumarið með Armani

27. júní - 3. júlí verða allar vörur frá Armani á 20% afslætti í verslunum Hagkaups og á hagkaup.is en að auki fylgir fallegt handklæði með sem kaupauki* ef keypt er stórt ilmvatnsglas eða tvær vörur frá Armani á þessum dögum. Aqua Di Gio ilmirnir frá Armani eru einmitt einstaklega sumarlegir og skemmtilegir ilmir og tilvalið að nýta tækifærið og kynna sér þá betur.

Aqua Di Gio ilmurinn var fyrst kynntur á markað árið 1996 og er honum ætlað að kalla fram tilfinninguna af krafti hafsins og tengingu mannsins við náttúruna. Í ár var kynnt til leiks nýtt andlit þessara vinsælu ilmlínu en það er breski leikarinn Aaron Taylor-Johnson en hann hefur leikið í fjöldanum öllum af kvikmyndum síðustu ár. Giorgio Armani segir Aaron hafa það sem þarf til þess að vera andlit Aqua Di Gio en það er karlmennska með gott jafnvægi á ævintýragirni og viðkvæmni ásamt jafnvægis milli hugar og líkama.

Aqua Di Gio er söluhæsti herrailmurinn frá Armani þar sem léttir tónar hafsins blandast jasmínlaufi, rósmarín og patchouli sem gerir ilminn ferskan og nautnalegan. Samkvæmt viðtali við starfsfólk Armani segist Aaron sjálfur hafa verið aðdáandi ilmsins lengi því hann er tær, ferskur og með þessa tilfinningu af krafti hafsins.

Sérfræðingar Armani taka á móti ykkur í verslunum okkar og aðstoða ykkur við val á Armani ilm. Alla ilmi frá Armani má skoða með því að smella hér.

*Gildir meðan birgðir endast.