26. Janúar 2026
Þorskur í hollandaise sósu
Berglind hjá Gotterí og gersemum deilir hér uppskrift af fiskrétt frá mömmu sinni, dýrindis þorskur í hollandaise sósu sem er fullkomin mánudagsfiskur. Fljótlegur, einfaldur og góður!
Uppskrift:
800-900 g þorsksteikur frá Sjávarbúrinu
½ blómklálshaus
½ brokkolihaus
½ blaðlaukur
½ sítróna (safinn)
Salt og pipar
2 x TORO Hollandaise sósa
150 g smjör
400 ml vatn
100 ml nýmjólk
Olía til steikingar
Hitið ofninn í 180°C. Steikið brokkoli, blómkál og blaðlauk upp úr olíu á pönnu, saltið og piprið eftir smekk. Steikið þar til grænmetið mýkist aðeins og leggið þá til hliðar. Skolið og þerrið þorsksteikurnar, raðið þeim í eldfast mót. Kreistið sítrónusafa yfir fiskinn og saltið og piprið.
Dreifið næst úr steikta grænmetinu yfir fiskinn. Útbúið hollandaise sósuna með því að bræða smjör og hræra sósuduftinu úr báðum pökkum saman við. Hellið næst vatni og mjólk saman við, hitið að suðu og lækkið þá niður hitann. Leyfið að malla í nokkrar mínútur við lágan hita þar til sósan þykknar örlítið. Hellið sósunni yfir fiskinn og setjið hann í ofninn í um 30 mínútur. Gott er að bera fiskréttinn fram með hrísgrjónum og rúgbrauði.
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Hagkaup.