6. Febrúar 2024
Vel heppnað matreiðslunámskeið Önnu Mörtu og Lovísu
Í tilefni heilsudaga er Hagkaup að bjóða upp á ýmsa viðburði og á dögunum boðið upp á matreiðslunámskeið með tvíburasystrunum Önnu Mörtu og Lovísu Ásgeirsdætrum sem slegið hafa í gegn með sínum frábæru vörum frá vörumerkinu Anna Marta. Þetta eru meðal annars súkkulaðihringir sem þær hafa verið að gera og hafa notið mikilla vinsælda.
Á námskeiðinu fóru systurnar í gegnum einfaldar og fljótlegar uppskriftir sem eiga það sameiginlegt að vera bráðhollar og ljúffengar.
„Má þar nefna hráfæðis sushi, kjúklingapastarétt, ofnbakað eggjaköku og svo auðvitað súkkulaði í lokin. Við kynntum einnig nýjustu afurðina okkar sem er stórkostlegur hnetuhringur sem hreinlega bráðnar í munni,“ segir þær systur Anna Marta og Lovísa og voru þær í skýjunum með þátttökuna. Það var samdóma álit þátttakenda að þetta hafi við skemmtileg kvöldstund með þessum frábæru heilsusystrum. Eins og áður sagði þá standa þær systur bak viðvörumerkið Anna Marta og þær eru aðframleiða ferskar, hollar og náttúrulegar matvörur úr hágæða hráefni án allra aukaefna. Systurnar leggja áherslu á að vörurnar séu bæði ljúffengar og aðlaðandi og færi fólki vellíðan og jákvæða upplifun. Allar vörurnar eru handgerðar og unnar í fageldhúsi undir ströngum gæðaeftirlitsstöðlum.