24. Janúar 2026

Vel heppnað matreiðslunámskeið með Helgu Möggu

Síðastliðinn fimmtudag fór fram afar vel heppnað og skemmtilegt matreiðslunámskeið í Hagkaup Smáralind þar sem áhrifavaldurinn, næringarráðgjafinn og uppskriftahöfundurinn Helga Magga leiddi þátttakendur í gegnum hollan og bragðgóðan matarheim.

Helga sýndi gestum hvernig hægt var að útbúa æðislega góða rétti sem voru stútfullir af hollustu á einfaldan og aðgengilegan hátt.

Á námskeiðinu deildi Helga einnig snjöllum ráðum sem hentuðu sérstaklega vel fyrir annasama daga, þar sem tíminn var naumur en viljinn til að borða vel og næringarríkt var til staðar. Hún ræddi um hvernig rétt næring gæti gert daginn bæði léttari og betri og gaf gestum hvatningu til að einfalda hlutina, án þess að fórna gæðum eða bragði.

Meðal þess sem Helga útbjó voru hinar vinsælu próteinbeyglur hennar og próteinpizzuna sem vöktu mikla lukku og fleiri einfalda og lauflétta rétti sem slógu í gegn hjá viðstöddum. Þátttakendur fengu að fylgjast náið með og spyrja spurninga.

Námskeiðið var vel sótt og afar ánægjulegt var að taka á móti svo mörgum áhugasömum gestum. Að lokum var gestum boðið upp á glæsilega Veislurétti frá Hagkaup sem fóru einstaklega vel í mannskapinn og settu punktinn yfir i-ið á vel heppnuðu kvöldi.