Gaman að sjá þig

Hæ! Ég heiti Haggi

Haggi

Ég er góðvinur Hagkaups og ætla að búa í Haggalandi. Ég er að vinna í því að byggja mér heimili í Hagkaup og það verður æðislega kósí. Heimilið mitt hefur fengið nafnið Haggaland og ég ætla að bjóða  ykkur öllum að heimsækja mig þegar hreiðrið mitt er tilbúið. Þangað til er heimilið mitt hér á vefsíðunni sem er líka mjög fínt, það væsir sko ekki um mig.

Ég elska að vera í kringum fólk og hlakka til kynnast ykkur betur.

Mitt hlutverk er að skemmta og fræða ykkur, ég er búin að æfa mig mjög mikið og get eiginlega bara ekki beðið eftir því að hitta ykkur í Hagkaup. Umhverfið og fólkið í kringum mig skiptir miklu máli og hvet ég alla til að hugsa vel um hvort annað og passa upp á umhverfið okkar.
Mér finnst gaman að lesa og læra og vil kenna krökkum nýja hluti og veit líka að hreyfing og heilbrigður matur er nauðsynlegt til að viðhalda góðri líkamlegri og andlegri heilsu.
E‘Haggi?