Vinsamlegast ath!

Veisluréttir eru uppseldir laugardaginn 22. júní

IT Cosmetics

IT Cosmetics kynnir lausnir sem ekki eru einungis gerðar til að bæta samstundis áferð húðar heldur vinna einnig á vandamálum til lengri tíma. Merkið var stofnað árið 2008 í Bandaríkjunum af Jamie Kern Lima, hún vann sem fréttaþula og gat ekki fundið árangursríkar snyrtivörur sem huldu og unnu á hennar húðvandamálum. Hún ákvað því að búa til sínar eigin snyrtivörur og úr varð IT Cosmetics!

IT Cosmetics

Merkið býður bæði upp á hágæða húð- og förðunarvörur sem auka sjálfsöryggi og hjálpa þér að líða vel í eigin skinni. Veldu þér serum sem inniheldur hýalúrónsýru sem vinnur á fínum línum eða serum sem inniheldur níasínamíð sem dregur úr litabreytingum. Notaðu IT Cosmetics rakakrem sem innsiglar rakann og dregur úr óþægindum. Söluháar og vinsælar formúlur sem leiðrétta litarhátt og innihalda náttúruleg innihaldsefni á borð við apríkósu, lakkrísrót og avókadó. Ekki má gleyma söluhæstu vöru merkisins sem inniheldur háan sólvarnarstuðul (SPF50) og verndar gegn umhverfisáreiti og mengun. Þú finnur einnig vörur sem nota má dagsdaglega eins og þykkjandi maskara sem nærir og örvar vöxt augnháranna til lengri tíma. Notaðu vatnsheldan hyljara sem haggast ekki, veldu olíulaust eða ljómandi púður og endaðu rútínuna með silkipúðri sem dregur úr sýnileika opinna húðhola fyrir lýtalausari áferð.