Nutriplenish Multi-Use Hair Oil er fjölhæf olía fyrir hárið og hársvörðinnn.
Olían er 100% lífræn og samanstendur af 5 kaldpressuðum olíum sem fylla hárið af næringu og raka. Hárið verður sterkt og fallegt eftir notkun.
Olían inniheldur ekki silicone en silicone í olíu gerir ekkert annað en að húða hárið og það dregur ekki í sig næringarefni sem eru í olíum fyrir hár. Slíkar olíur skemma hárið með tímanum og þeim fylgja fjölmörg vandamál.
Nutriplenish er hægt að nota að marga vegu:
Hægt er að nota olíuna fyrir sjampó - þá er olíunni dreift jafnt um þurrt hárið, frá rót til enda. Þetta er rakaskot fyrir hárið. Olían er svo þvegin úr með sjampói.
Leave-in Treatment: til þess að fá raka og glans þá er olían sett í handklæðaþurrt hárið, olían er sett í hendur og borin jafnt í rakt hárið. Því næst er hárið mótað að vild.
Glans meðferð: Þá er olían sett í hárið eftir að það er mótað, hárið er þá orðið þurrt, olían er sett frá miðju hárs til enda. Passið að nota ekki of mikið magn.
Meðferð yfir nótt: Olían er sett í hárið frá rót til enda og er unnin mjúklega inn í hárið. Við þessa meðferð fær hárið mikinn raka og næringu. Olían er svo þvegin úr hárinu daginn eftir.
Meðferð fyrir hársvörð: Olíunni er þá nuddað í hársvörðinnn og gott er að láta hana liggja í nokkrar mínútur áður en hún er þvegin úr.