Dagkrem sem styrkir varnarkerfi húðarinnar og hentar öllum húðgerðum, einnig viðkvæmri húð.
Verð:8.599 kr.
Vörunúmer: 1177937
Vörulýsing
Húðin verður fyrir daglegu áreiti úr mörgum áttum. Biotherm Cera Repair Barrier Cream er andlitskrem sem styrkir og verndar varnarkerfi húðarinnar og hentar öllum húðgerðum, einnig viðkvæmri húð. Nýja Cera Repair dagkremið gefur húðinni raka, áferðin verður jafnari og náttúrulegur ljómi eykst. Að auki hefur Cera Repair róandi áhrif á húðina og hún verður mýkri. Létt og flauelsmjúk áferðin smýgur fljótt niður í húðina og skilur eftir notalega tilfinningu og dásamlegan frískandi ilm. Cera Repair inniheldur náttúruleg efni á borð við BioCeramides sem hjálpar til við að styrkja eigin varnarkerfi húðarinnar auk lykilinnihaldsefnis Biotherm, Life Plankton probiotic. Við þróun og hönnun er virðing við lífríki sjávar höfð að leiðarljósi og eru 94% innihaldsefna af náttúrulegum uppruna og 90% þeirra niðurbrjótanleg*. Umhverfisvænar umbúðir samanstanda af 100% endurunnu og endurvinnanlegu plastloki, 40% endurunninni glerkrukku og endurvinnanlegri öskju án sellófans. *Samkvæmt OECD 301 eða sambærilegum ISO prófunum.
Notkun
Notist kvölds og/eða morgna á hreina húð. Tilvalið að nota Life Plankton serum undir kremið.
Innihaldslýsing
The product ingredients list may be updated from time to time. Always read the ingredient list on the pack of the purchased product.