Finnst þér eins og allt sé of stórt, of langt í burtu eða alltof hátt uppi? Þá býrðu kannski í risalandi! Dásamleg saga um að vera lítill í heimi fullorðinna, um allt sem reynist smáfólki erfitt en líka allt það stórkostlega sem kemur í ljós þegar horft er á heiminn frá sjónarhóli barnsins. Bókin hlaut Sólfaxa – íslensku barnabókaverðlaunin 2025.