VARA
Flip 7
Einfalt og hratt spil fyrir alla fjölskylduna.
Verð:2.399 kr.
Vörunúmer: 1252325
Snúðu við spilunum — en passaðu þig, þú mátt ekki fá sömu tölu tvisvar. Einfalt, ekki satt? Nema hvað spilunum er ekki dreift jafnt; það eru fleiri eintök af hærri tölunum. Þær gefa þér vissulega fleiri stig, en auka líka líkurnar á að þú springir. Ætlar þú að spila þetta öruggt og tryggja þér nokkur stig áður en þú springur? Eða ertu tilbúin(n) að taka áhættuna og elta bónusinn sem þú færð ef þú nærð að snúa við sjö spilum í röð? Í hverri umferð dregur þú eins mörg spil og þú vilt úr bunkanum og raðar þeim fyrir framan þig. Ef sama talan birtist tvisvar springur þú og færð engin stig í þeirri umferð. Ef þú hættir að draga áður en þú springur heldurðu spilunum til hliðar og þau teljast sem stig þegar sigurvegarinn er krýndur. Inn á milli leynast svo sérspil sem geta tvöfaldað stigin, bjargað þér þegar þú ert við það að springa eða neytt þig til að snúa við fleiri spilum. Fyrir 3 eða fleiri spilara 8 ára eða eldri. Spilatími 15 mínútur.
Hæfir ekki börnum yngri en þriggja ára.