Hér er að finna 23 stílhreinar og tímalausar uppskriftir, flestar að peysum en einnig að ýmsum öðrum flíkum og fylgihlutum, til dæmis vesti, húfu, sjali og barnateppi, sem koma sér vel bæði á sjó og í landi.Flíkurnar eru í senn praktískar, hlýjar og fallegar.
Í bókinni eru fjölmargar gamlar ljósmyndir af sjómönnum og þeim sem unnu í landi við fisksölu, netagerð og annað sem tengdist sjósókn. Það er einmitt í þessar myndir og stemninguna í kringum sjómennskuna sem höfundarnir sækja innblástur og ber hönnunin þess skýr merki, ekki síst í litavali og margs konar sígildum munstrum.
Ásdís Sigurgestsdóttir og Guðrún B. Þórsdóttir þýddu.
195 bls.