Helena Rubinstein Prodigy Cellglow UV Fluid er fölbleikt, fjaðurlétt krem sem vinnur eins og varnarslæða yfir húðinni og ver gegn umhverfisáreiti. Kremið gefur næringu og ljóma, hefur vörn SPF50 og verndar húð fyrir bæði stuttum (UVB) og löngum (UVA) UV geislum og oxunaráhrifum af völdum mengunar. Formúlan inniheldur hið dýrmæta Edelweiss þykkni sem einkennir CellGlow húðlínuna frá Helena Rubinstein, en í því eru stofnfrumur sem berjast gegn öldrunareinkennum, hrukkum og fínum línum. Fjaðurkennd og róandi formúlan gefur létta og ferska tilfinningu og er fullkominn grunnur fyrir alla farða eða eitt og sér. Varan verndar gegn UVA og UVB geislum í daglegu lífi en ef þú verður fyrir miklu og langvarandi sólarljósi skaltu nota viðeigandi sólarvörn með. Kremið styrkir og mýkir húð, inniheldur mikla andoxandi virkni og hentar öllum húðgerðum, sérstaklega viðkvæmri húð, þreytulegri eða skemmdri húð af völdum sólargeisla.