Spennandi spil fyrir 3-5 leikmenn, 5 ára og eldri. Leikmenn gerast fífldjarfir ofurhugar sem safna liði og halda í ævintýraför til að safna fjársjóði á dularfullri eyju.
Markmiðið er að vera á undan hinum ofurhugaliðunum að safna sem mestum fjársjóði. Fyrsta skrefið er að safna liði í áhöfn með því að velja réttu spilin sem í boði eru. Síðan þarf að ræna fjársjóðinum með því að setja út spil á sama tíma og hinir leikmennirnir og síðast þarf að skipta upp ránsfengnum eftir ákveðnum reglum.
Leiknum lýkur þegar fjársjóðurinn er uppurinn og ríkasti ofurhugaleiðtoginn stendur uppi sem sigurvegari.
- Fjöldi leikmanna: 3-5
- Leiktími: 15 mín
- Aldur: 5+