Frá metsöluhöfundi Bréfsins, Leyndarmálsins, Minningaskrínsins og Lykilsins.
Tara Richards var bara stelpa þegar hún missti móður sína. Mörgum árum síðar fær hún bréf frá lögmanni í London, og innihald þess hefur djúpstæð áhrif á hana.
Einhver hefur skilið eftir lykil að öryggishólfi. Í kassanum er hlutur sem mun breyta öllu sem Tara hélt að hún vissi og senda hana í ferðalag til Spánar í leit að svörum við spurningunum sem hafa ásótt hana í fjörutíu ár.
Violet Skye sér eftir ákvörðun sinni um að ferðast til útlanda og skilja unga dóttur sína eftir. Þegar sólin sest á bakvið fjöllin minnir hún sig á að hún er að gera þetta fyrir framtíð þeirra beggja. Í kvöld, 4. júní 1978, verður upphaf nýs lífs fyrir þær. Þessi nótt mun sannarlega breyta örlögum Violet, á óvæntan hátt…