BÓK

Grænland og fólkið sem hvarf

Árið 1408 var brúðkaup haldið í Hvalseyjarkirkju á Grænlandi. Í kjölfarið héldu brúðhjónin til Íslands og hefur ekki spurst til byggðar norrænna manna á Grænlandi síðan. Þremur öldum síðar kom danski presturinn Hans Egede til landsins í leit að afkomendum norrænna manna. Þeir fundust ekki en Danir tryggðu sér yfirráð yfir eyjunni, sem með einhverjum hætti standa enn. En hvað varð af þessu samfélagi norrænna manna á Grænlandi sem hafði fyrirfundist í næstum 500 ár?

Verð:6.299 kr.

Vörunúmer: 1250532