Láru finnst hestarnir á reiðnámskeiðinu svolítið stórir og ætlar varla að þora að fara á bak. Atli vinur hennar er vanur hestum úr sveitinni hjá afa hans og ömmu og gefur Láru góð ráð. Hversdagssögur Birgittu Haukdal um Láru og bangsann Ljónsa hafa verið metsölubækur í fjölda ára og vinsæl leiksýning verið gerð eftir þeim.