SCHMIDT
Ligretto Rauður
Spennandi hraðaspil fyrir 2-4 leikmenn, 8 ára og eldri.
Verð:2.599 kr.
Vörunúmer: 832555
Ligretto er hraður spilaleikur og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Ligretto er í raun mjög einfalt spil með nokkrum einföldum reglum. Um leið og leikmenn hafa lært þær geta þeir unnið í því sem skiptir mestu mál - að vera nógu snöggur! Markmiðið er að losna við öll spilin úr Ligretto bunkanum þínum á undan andstæðingunum, með því að vera fljótari að spila út samlitum spilum í réttri talnaröð (frá 1 upp í 10) í stafla á miðju borðinu.
Hraði er grundvallaratriði í spilinu. Þú verður að bregðast fljótt við. Allir leikmenn spila á sama tíma. Enginn þarf að bíða, svo enginn verður óþolinmóður.
Ligretto kassarnir eru til í 3 mismunandi litum (rauður, blár og grænn). Allt að 8 leikmenn geta spilað saman ef notaðir eru tveir Ligretto kassar í mismunandi litum en að 12 leikmenn ef notaðir eru allir þrír litirnir. Fjöldi leikmanna: 2-4 Leiktími: 10 mín Aldur: 8+
Pakkning inniheldur litla hluti sem geta orsakað köfnun meðal yngri barna.
- 4 stokkar með 40 spilum (þ.e. 160 spil). Hver stokkur er með sínu einkennismerki á framhlið spilsins. Spilin eru númeruð frá 1-10 í fjórum litum: gulum, rauðum, grænum og bláum.
- Leikreglur
Hæfir ekki börnum yngri en þriggja ára.